fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Níðingshjónin í Sandgerði sögð hafa játað sök að hluta

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. október 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjón í Sandgerði sem grunuð eru um gróf kynferðisbrot gegn börnum sínum játuðu sök að hluta þegar ákæra gegn þeim var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Þetta kemur fram í frétt RÚV en þar segir að fyrirtaka í málinu fari fram þann 5. nóvember næstkomandi.

Málið hefur vakið mikinn óhug og hefur fólk innan réttarvörslukerfisins sagt eitt það „ógeðslegasta í sögunni“.

Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í júlí en þá voru hjónin handtekin. Konan sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur í kjölfar handtökunnar en var síðan látin laus. Konan játaði sök að hluta í sumar og var því sleppt úr haldi í kjölfarið. Hún sagðist þá hafa verið mjög ölvuð þegar nauðgunin átti sér stað og gerði lítið úr eigin þætti í málinu.

Hún var úrskurðuð aftur í gæsluvarðhald í haust og staðfesti Landsréttur úrskurðinn. Í honum kemur fram að parið sé ákært fyrir að hafa nauðgað dóttur konunnar, stjúpdóttur mannsins, og tekið allt upp á myndbönd og að hafa tekið ljósmyndir. Þau eru einnig ákærð fyrir að hafa gefið stúlkunni áfengi og fyrir framleiðslu barnaníðsefnis. Myndbandsupptökur eru meðal rannsóknargagna í málinu. Um þær sagði í úrskurði Landsréttar:

Meðal rannsóknargagna eru myndbandsupptökur sem fundust í myndavél í fataskáp á heimili ákærðu. Sjá og heyra megi af þeim myndskeiðum að þáttur ákærðu í brotum gegn A sé mikill, og sé hún aðalmaður í brotum ákærða að mati ákæruvaldsins, þar sem hún taki virkan þátt í brotum gegn stúlkunni.

Í frétt RÚV kemur fram að hjónin séu ákærð fyrir brot gegn dóttur konunnar, maðurinn er sagður hafa nauðgað henni í félagi við móður hennar auk þess að taka hreyfi- og ljósmyndir af brotunum.  Í öðru lagi eru þau ákærð fyrir kynferðisbrot gegn barni og brot í nánu sambandi með því að hafa framið brotið að dóttur þeirra viðstaddri. Hún hafi því horft upp á foreldra sína brjóta gegn systur sinni.

Í frétt DV þann 10. október kom fram að hjónin hefðu kynnst í Skóla Krists, Ljósafosskóla í Grímsnesinu. Í viðtalinu fyrir nokkrum árum var manninum lýst sem verkamanni á Akranesi sem hafi verið atvinnulaus. Hann hafi alltaf verið mjög trúaður en eftir að hann missti vinnuna hafi hann farið í Skóla Krists, þar sem hann kynntist konunni, sem var úr Garðinum. „Þau giftu sig  skömmu síðar og saman hafa þau lifað í ástinni og trúnni,“ sagði í viðtalinu sem birtist í Skessuhorni.

Karlinn sagðist ekki kvíða framtíðarinnar þrátt fyrir að vera enn atvinnulaus. „Það er gott að geta dreift huganum þegar maður er atvinnulaus. Annars kvíði ég ekki framtíðinni og legg allt í drottins hendur,“ sagði maðurinn og vitnaði í áttunda kafla Rómverjabréfs þar sem stendur:  „Við vitum að þeim sem Guð elska samverkar allt til góðs.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“