fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Söfnuðu milljónum fyrir heimilislausan mann – Nú er peningurinn horfinn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. september 2018 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaður Johnny Bobbitt, heimilislauss manns sem komst í heimsfréttirnar í fyrra, segir að peningarnir sem safnað var fyrir hann séu horfnir.

Það var í nóvember í fyrra að sagt var frá því þegar hin 27 ára Kate McClure varð bensínlaus á þjóðvegi nærri Philadelphiu í Bandaríkjunum.

Ungur maður, sóðalegur til fara, gekk að henni og spurði hvort hann gæti mögulega aðstoðað hana. Kate sagði honum að hún hefði orðið bensínlaus og ungi maðurinn, Johnny Bobbitt, bauðst til að hjálpa henni. Hann gekk að næstu bensínstöð, notaði aleiguna sína, 20 dollara, til að kaupa bensín sem hann setti á brúsa.

50 milljónir söfnuðust

Eðli málsins samkvæmt var Kate yfir sig ánægð með björgunina. Hún greiddi honum til baka og lét hann hafa mat og föt í kjölfarið. Ágæt kynni tókust á með þeim og datt Kate það snjallræði í hug að segja þessa sögu á Twitter. Sagan fór á flug og brá Kate á það ráð að hefja söfnun svo Bobby gæti að minnsta kosti haft næturstað í þokkalegu rúmi.

Söfnunin fór á flug, vægt til orða tekið, og áður en yfir lauk höfðu safnast rúmlega 400 þúsund Bandaríkjadalir, um 50 milljónir króna.

Stefndi parinu fyrir dóm

Á dögunum var svo greint frá því að Johnny hefði stefnt Kate og sambýlismanni hennar vegna gruns um að þau hefðu notað peningana í eigin þágu. Bobby hefði aðeins séð 75 þúsund dali af þeim 400 þúsund sem söfnuðust og fór hluti þeirrar upphæðar í kaup á hjólhýsi sem Bobby hafði afnot af og var komið fyrir á lóð Kate og sambýlismanns hennar.

Bobby bjó þar til að byrja með en var beðinn um að hafa sig á brott vegna fíkniefnaneyslu sinnar í júní síðastliðnum.

Óttuðust að peningarnir færu í dóp

Chris Fallon, lögmaður Bobby, segir að peningurinn sem safnaðist sé horfinn. Hann hafi komist að þessu þegar hann ræddi við lögmann Kate og viðurkennir hann að hann og Bobby séu miður sín vegna málsins. „Þau söfnuðu þessum peningum til að hjálpa Bobby að hafa ofan í sig og á.“

Ljóst er að öll kurl eru ekki komin til grafar í málinu en forsvarsmenn GoFundMe hafa heitið því að aðstoða við rannsókn málsins. Þá hefur fyrirtækið heitið því að tryggja að sá peningur sem safnaðist renni til Bobby í formi tryggingar.

Kate og sambýlismaður hennar hafa þvertekið fyrir að hafa notað peningana en samt sem áður hafa þau ekki viljað láta þá af hendi. Hafa þau sagst hafa óttast að Bobby myndi nota peningana til að fjármagna eiturlyfjaneyslu sína.

Málið er nú til meðferðar fyrir dómstólum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haraldur Briem látinn
Fréttir
Í gær

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann
Fréttir
Í gær

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu
Fréttir
Í gær

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl

Rússar virðast hafa hakkað sig inn í bandarískar tölvur sem innihalda viðkvæm dómskjöl
Fréttir
Í gær

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum