fbpx
Fimmtudagur 24.júlí 2025
Fréttir

WOW Air þakkar Gaua kærlega fyrir að hafa yfirbugað flugdólg og færir honum gjafabréf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. ágúst 2018 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið WOW Air hefur haft samband við Gaua M. Þorsteinsson og þakkað honum kærlega fyrir að koma áhöfn flugvélar félagsins til aðstoðar er trylltur flugdólgur lét öllum illum látum í flugi frá Alicante til Keflavíkur í byrjun júlí.

Gaui var um tíma nokkuð ósáttur með að flugfélagið hefði ekki samband við hann en hann hlaut nokkur meiðsl af átökunum við flugdólginn, tognaði illa á fingri sem síðan hefur verið í spelku.

DV sendi í gær fyrirspurn vegna málsins til WOW Air og spurðist meðal annars fyrir um stefnu félagsins varðandi uppákomur af þessu tagi. Annaðhvort rétt áður en fyrirspurn DV barst eða í kjölfar hennar hafði félagið hins vegar samband við Gaua, þakkaði honum kærlega fyrir aðstoðina og færði honum gjafabréf. Svar fjölmiðladeildar WOW Air til DV er svohljóðandi:

„Stefna WOW air þegar kemur að því að bregðast við ólátum um borð í flugi er skýr og hljóta flugliðar okkar ítarlega þjálfun til að takast á við þess háttar aðstæður. Í þessu tilfelli buðu Gaui og maður sem ferðaðist með honum fram þjónustu sína að fyrra bragði sem var vel þegin. Við erum afar þakklát Gaua fyrir skjót og óeigingjörn viðbrögð í óútreiknanlegum aðstæðum. Einnig þykir okkur afar leitt að hegðun farþegans sem Gaua tókst að yfirbuga hafi leitt til þess að hann slasaðist og óskum við honum skjóts bata. Sem þakklætisvott hefur WOW air veitt bæði Gaua og samferðamanni hans gjafabréf sem nota má til að bóka flug með okkur.“

Gaui er afar ánægður með viðbrögð WOW Air og skrifar eftirfarandi stöðufærslu á Facebook:

„Kærar þakkir til WOW fyrir að hringja og tala við mig. Vil enn og aftur hrósa áhöfninni fyrir góð og fagleg vinnubrögð. Freyjurnar voru æði.“

Flugdólgurinn var maður um fimmtugt sem drakk stíft af veigum sem hann hafði meðferðis í flugvélina. Sýndi hann mjög ógnandi framkomu um borð og olli ótta meðal annarra flugfarþega, meðal annars hjá börnum sem sátu í nálægum sætum. Hér má lesa nánar um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gunnar segir sveitarfélög landsins alltof mörg – Krafa um lágmarksíbúafjölda myndi fækka þeim um 27

Gunnar segir sveitarfélög landsins alltof mörg – Krafa um lágmarksíbúafjölda myndi fækka þeim um 27
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gylfi Ægisson er látinn

Gylfi Ægisson er látinn
Fréttir
Í gær

Dóra Björt segir þéttingu byggðar ekki vera vandamálið – Kaupmannahöfn 13 sinnum þéttari en Reykjavík

Dóra Björt segir þéttingu byggðar ekki vera vandamálið – Kaupmannahöfn 13 sinnum þéttari en Reykjavík
Fréttir
Í gær

Íslendingar af erlendum uppruna búnir að fá nóg – „Þau eru ekki ógn við samfélagið“

Íslendingar af erlendum uppruna búnir að fá nóg – „Þau eru ekki ógn við samfélagið“
Fréttir
Í gær

„Á ég að þurfa að bæta island.is inn í morgunrútínuna mína til að fylgjast með hvað er verið að mjólka mig þennan mánuðinn?“

„Á ég að þurfa að bæta island.is inn í morgunrútínuna mína til að fylgjast með hvað er verið að mjólka mig þennan mánuðinn?“
Fréttir
Í gær

Áður óbirt myndefni sýnir að Epstein mætti í brúðkaup Trump

Áður óbirt myndefni sýnir að Epstein mætti í brúðkaup Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ozzy Osbourne farinn yfir móðuna miklu

Ozzy Osbourne farinn yfir móðuna miklu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki vitað hvað fyrirhuguð brottfararstöð fyrir útlendinga mun kosta

Ekki vitað hvað fyrirhuguð brottfararstöð fyrir útlendinga mun kosta