fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Fréttir

Trump segir að dómsmálaráðherra eigi mögulega að hætta rannsókn á sjálfum sér

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Miðvikudaginn 1. ágúst 2018 18:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í tísti í dag að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna ætti að hætta rannsókn ráðuneytisins, sem sérstakur saksóknari Robert Mueller stýrir, á afskiptum Rússlands af forsetakosningunum sem fóru fram árið 2016 þar í landi. Trump heldur því fram að þessi rannsókn sé meðal annars að skaða hagsmuni Bandaríkjanna. Trump hefur ítrekað haldið því fram að rannsókn á afskiptum Rússlands af kosningunum séu nornaveiðar og það hafi aldrei verið neitt samband á milli hans eða starfsfólks hans á meðan á kosningabaráttu hans stóð yfir.

Í tístinu sínu sagði hann að dómsmálaráðherra ætti að stoppa rannsóknina og er það núna túlkunaratriði lögfræðinga þar í landi hvort þetta flokkist undir að Trump sé að reyna hafa áhrif á rannsókn málsins.

Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði rétt í þessu að forsetinn væri ekki að skipa dómsmálaráðherranum að hætta rannsókn sinni á málinu, heldur er þetta eingöngu skoðun hans á málinu og teljist því ekki sem bein skipun. Blaðafulltrúi Hvíta hússins hefur hinsvegar áður sagt að allt það sem Trump skrifi í Twitter færslunum sínum sé stefna Hvíta hússins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gunnar segir sveitarfélög landsins alltof mörg – Krafa um lágmarksíbúafjölda myndi fækka þeim um 27

Gunnar segir sveitarfélög landsins alltof mörg – Krafa um lágmarksíbúafjölda myndi fækka þeim um 27
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gylfi Ægisson er látinn

Gylfi Ægisson er látinn
Fréttir
Í gær

Dóra Björt segir þéttingu byggðar ekki vera vandamálið – Kaupmannahöfn 13 sinnum þéttari en Reykjavík

Dóra Björt segir þéttingu byggðar ekki vera vandamálið – Kaupmannahöfn 13 sinnum þéttari en Reykjavík
Fréttir
Í gær

Íslendingar af erlendum uppruna búnir að fá nóg – „Þau eru ekki ógn við samfélagið“

Íslendingar af erlendum uppruna búnir að fá nóg – „Þau eru ekki ógn við samfélagið“
Fréttir
Í gær

„Á ég að þurfa að bæta island.is inn í morgunrútínuna mína til að fylgjast með hvað er verið að mjólka mig þennan mánuðinn?“

„Á ég að þurfa að bæta island.is inn í morgunrútínuna mína til að fylgjast með hvað er verið að mjólka mig þennan mánuðinn?“
Fréttir
Í gær

Áður óbirt myndefni sýnir að Epstein mætti í brúðkaup Trump

Áður óbirt myndefni sýnir að Epstein mætti í brúðkaup Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ozzy Osbourne farinn yfir móðuna miklu

Ozzy Osbourne farinn yfir móðuna miklu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki vitað hvað fyrirhuguð brottfararstöð fyrir útlendinga mun kosta

Ekki vitað hvað fyrirhuguð brottfararstöð fyrir útlendinga mun kosta