fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Fréttir

Makleg málagjöld fyrir hefndarklámið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. júlí 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur karlmaður, Andre Pompey, hefur verið dæmdur til að greiða 35 ára konu rúmlega fimm milljónir Bandaríkjadala, rúman hálfan milljarð, í bætur eftir að hann birti stillur úr kynlífsmyndbandi þeirra á Facebook árið 2016.

Pompey þessi tók upp myndband af kynlífsathöfnum þeirra án vitundar konunnar. Síðar birti hann sem fyrr segir skjáskot úr myndbandinu á Facebook og taggaði fórnarlambið.

Pompey, sem er búsettur í Kaliforníu, var einnig dæmdur til að greiða 150 þúsund dali í sekt.

Áhrifin á fórnarlambið voru mikil, að því er segir í frétt USA Today, og glímdi konan meðal annars við sjálfsvígshugsanir eftir að myndirnar fóru á netið. „Hún titraði, skalf, var dofin og kastaði upp,“ segir Katrina Saleen, lögmaður konunnar.

Þá höfðu myndirnar mikil áhrif á aðstandendur konunnar, börn þar á meðal.

Dómari tók gjörðir Pompey engum vettlingatökum og dæmdi hann sem fyrr segir til að greiða fórnarlambinu sem nemur rúmum hálfum milljarði króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump fúll og hefnir sín á Wall Street Journal út af Epstein-frétt

Trump fúll og hefnir sín á Wall Street Journal út af Epstein-frétt
Fréttir
Í gær

Bandarískur faðir flúði „vókisma“ heimalandsins til Rússlands – Var umsvifalaust sendur í fremstu víglínu í nafni Pútín

Bandarískur faðir flúði „vókisma“ heimalandsins til Rússlands – Var umsvifalaust sendur í fremstu víglínu í nafni Pútín
Fréttir
Í gær

Íslendingar lýsa heimilisinnbrotum – „Ég spjallaði smá stund við manninn, bauð honum kex og kvaddi hann með handabandi“

Íslendingar lýsa heimilisinnbrotum – „Ég spjallaði smá stund við manninn, bauð honum kex og kvaddi hann með handabandi“
Fréttir
Í gær

Fólk passi upp á dýrin í dag – Brennisteinsmengun og gosmóða liggur yfir öllu

Fólk passi upp á dýrin í dag – Brennisteinsmengun og gosmóða liggur yfir öllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilraunir Trump til að losna við Musk brotlenda – Bandaríkin gjörsamlega háð auðkýfingnum

Tilraunir Trump til að losna við Musk brotlenda – Bandaríkin gjörsamlega háð auðkýfingnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband í dreifingu frá hnífsstungunni í Mjódd – „Lítill heimur………..“

Myndband í dreifingu frá hnífsstungunni í Mjódd – „Lítill heimur………..“