fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fréttir

Lífshættulega særður á Akranesi – Sérsveitin kölluð að heimahúsi

Auður Ösp
Mánudaginn 23. júlí 2018 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður særðist lífshættulega í hnífsstunguárás á Akranesi í nótt. Átökin áttu sér stað í heimahúsi og hefur árásarmaðurinn verið handtekinn. Vísir greinir frá þessu.

Fram kemur að karlmaður hafi leitað á sjúkrahúsið á Akranesi á öðrum tímanum í nótt og verið með áverka eftir átök. Hann hafi hins vegar látið sig hverfa áður en læknir gat sinnt honum. Í kjölfarið var tilkynnt um að mikið blóðugur maður væri í heimahúsi skammt frá spítalanum.

Fram kemur að hinn særði hafi verið fluttur beint á slysadeild Landspítalans þar sem hann var talinn í lífshættu. Hann gekkst undir aðgerð og liggur nú á gjörgæsludeild en hann missti mikið blóð við árásina.

Í kjölfarið voru tveir  lögreglubílar sendir á vettvang og voru sérsveitarmenn þar á meðal. Árásarmaðurinn var í kjölfarið handtekinn en fram kemur að hann hafi ekki sýnt neinn mótþróa við handtökuna og var því ekki þörf á aðstoð sérsveitarinnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um gæsluvarðhald.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Í gær

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist