fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Gaui sendir frá sér nýja yfirlýsingu vegna brjálaða flugdólgsins: Manninum var ekki veitt áfengi um borð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 8. júlí 2018 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gaui M. Þorsteinsson segir að það sé ekkert gamanmál að yfirbuga flugdólg. Við sögðum frá því í gær að Gaui yfirbugaði trylltan mann um borð í vél WOW Air frá Alicante til Keflavíkur á föstudaginn. Sjá nánar hér.

Um var að ræða Íslending á miðjum aldri sem var drukkinn og mjög illskeyttur. Vakti hann öðrum farþegum í flugvélinni ótta, ekki síst börnum. Gaui og þrír félagar hans yfirbuguðu manninn og bundu hann niður í sætið. Komu þeir þannig í veg fyrir að millilenda þyrfti flugvélinni á Írlandi. Gaui tognaði á fingri í átökum við manninn og hefur ekki náð að jafna sig á þeim meiðslum.

Vegna fyrirspurna og athugasemda um málið hefur Gaui fundið sig knúinn til að senda frá sér nýja yfirlýsingu um það á Facebook-síðu sinni. Þar tekur hann fram að manninum hafi ekki verið veitt áfengi um borð í flugvélinni heldur hafi hann drukkið sig ölvaðan af birgðum sem hann hafði meðferðis. Þá segir Gaui að engum hafi verið skemmt yfir atvikinu heldur hafi það tekið mjög á fólk. Yfirlýsing Gauja um málið er svohljóðandi:

Ég vil koma á framfæri smá varðandi flugið sem ég lenti í með manngreyið. Flugfreyjurnar gáfu honum ekki dropa að drekka og hann var ekki sjáanlega ölvaður þegar hann kom um borð. Flugfreyjurnar gerðu allt rétt og reyndu að bregðast við áður en tekið var á loft en það var of seint því miður. Hann hafði með sér vín úr fríhöfninni í Alicante og drakk það óspart og óséð. Og fyrir þá sem halda að þetta hafi verið einhver gleði að þurfa lenda í átökum í svona litlu rými með fulla vél af fólki þá er það kolrangt. Hvorki ég né þeir sem voru með mér í þessu vorum hlæjandi og okkur var ekki skemmt. Fólk í vélinni var skelkað og leið illa með að hafa hann í þessu ástandi. Ég var heldur ekkert í neinni skemmtiferð og bað ekki um þessar aðstæður. EN flugfreyjur WOW voru frábærar og gerðu allt hárrétt í þesum aðstæðum og sem betur fer tókst okkur að halda aðstæðum öruggum og forðast að þurfa að lenda á Írlandi með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn svo ekki sé minnst á að hafa bjargað manngreyinu að þurfa að lenda í tilheyrandi kostnaði og veseni þar.

Svona aðstæður koma ekki upp reglulega og sem betur fer voru menn á réttum stað og réttum tíma og allir tilbúnir að hjálpa. Þannig eigum við að vera.

Meira hef ég ekki um þetta að segja.

Ást og virðing
-Gaui

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Í gær

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Í gær

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi
Fréttir
Í gær

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma
Fréttir
Í gær

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli