fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Fréttir

Afskipti höfð af manni í lögreglubúningi með tækjabelti og kylfu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 9. júní 2018 08:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir miðnætti í gærkvöld hafði lögreglan afskipti af ungum manni við heimili sitt í Austurborginni. Tilkynnt hafði verið um manninn að ganga um götuna með kylfu í hendi. Maðurinn var í annarlegu ástandi, íklæddur lögreglufatnaði með tækjabelti og kylfu. Fatnaður og búnaður var haldlagt.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir einnig frá því að upp úr klukkan fimm í gærdag var maður handtekinn í Hlíðahverfi, grunaður um hótanir og brot á vopnalögum. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu.

Um kvöldmatarleytið í gær var bíl ekið á vinnuvél á Reykjanesbraut norðan við Arnarnesveg. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Bílvelta varð laust fyrir klukkan eitt í nótt við Vesturhóla. Engin meiðsl urðu á fólki en par var handtekið á vettvangi grunað um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Parið var vistað í fangageymslu fyrir rannsókn málsins. Bíllinn var fluttur af vettvangi með dráttarbíl.

Eldur kviknaði í bíl í Hraunbæ á fjórða tímanum í nótt. Lögregla og slökkviðlið voru kölluð á vettvang en ekki er vitað um eldsupptök. u lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“

Hönnun nýja landspítalans fellur ekki í kramið hjá Illuga – „Þetta er ekki fallegt“
Fréttir
Í gær

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker

Minnstu munaði að Einar Rúnar missti af 57 ára afmælisdeginum – Þvingaður út af vegi við Kvísker
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölnir spenntur fyrir því að sjá Skjöld Íslands í Druslugöngunni

Fjölnir spenntur fyrir því að sjá Skjöld Íslands í Druslugöngunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíræfnir þjófar stálu nokkur hundruð lítrum af díselolíu – „Lögreglan hefur ekki áhuga á að stoppa svona lið“ – Myndband

Bíræfnir þjófar stálu nokkur hundruð lítrum af díselolíu – „Lögreglan hefur ekki áhuga á að stoppa svona lið“ – Myndband