fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
Fréttir

Sanna Magdalena lokaði á samskipti við föður sinn – „Pabbi minn glímir við mikinn hegðunarvanda“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. júní 2018 10:00

Sanna Magdalena Mörtudóttir. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Foreldrar mínir áttu í slitróttu og erfiðu sambandi. Pabbi minn glímir við mikinn hegðunarvanda. Þá og nú. Hann kom illa fram,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.

Sanna er í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins þar sem þessi 26 ára baráttukona lýsir meðal annars uppvaxtarárum sínum. Sanna er 26 ára, fædd árið 1992 í Reykjavík en flutti ung að árum til London.

Faðir Sönnu er frá Tansaníu en foreldrar hennar kynntust í Englandi þar sem móðir hennar stundaði nám í förðun. Sanna var aðeins nokkurra vikna gömul þegar móðir hennar flaug með hana til London. Eins og Sanna segir frá í Fréttablaðinu varði samband foreldra hennar stutt en þær mæðgur bjuggu áfram í Englandi. Var Sanna sjö ára þegar hún flutti aftur til Íslands.

„Mamma reyndi sitt besta og reyndi að ýta undir samskipti á milli okkar. En það gekk ekki vel. Hann hvarf oft í langan tíma. Ég fékk seinna að heyra að á þessum tíma hefði hann verið í fíkniefnaneyslu,“ segir Sanna um föður sinn.

„Á tímabili dvöldum við í athvarfi í London. Það var reyndar stuttur tími en lýsir því kannski að lífið var ekki alltaf auðvelt. Mamma þurfti til dæmis einu sinni að kalla til lögreglu til að ná mér út af heimili hans. Þá vildi hann ekki skila mér aftur til hennar,“ segir Sanna og bætir við að faðir hennar hafi ekki staðið sig í föðurhlutverkinu. Hann hafi verið yfirlýsingaglaður um ást sína á henni, deilt myndum af henni á Facebook á sama tíma og hann var ekki í neinum samskiptum við hana. Það hafi reynst vel að loka á samskipti við hann. Hún tekur þó fram að föðurfjölskylda hennar hafi reynst henni vel.

Sanna segir að þetta sé hluti af sögu þeirra mæðgna. „Við mamma erum svolítið einar á báti. Við erum tvær í teymi.“

Viðtalið má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“

Mikið rætt um framboð Péturs – „Þetta er Temu-væðing stjórnmálanna“