fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Landsliðskonan Tinna stígur fram: „Þeir gerðu sér alveg grein fyrir hvað þeir voru að gera“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 23. janúar 2018 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér fannst ég alein. Það skildi mig enginn. Ég á yfirleitt mjög auðvelt með að tjá mig en samt var ég einangruð og geymdi þessar tilfinningar djúpt innra með mér,“ segir Tinna Óðinsdóttir, afrekskona í fimleikum en henni var nauðgað í keppnisferð í Þýskalandi þegar hún var 22 ára gömul. Tinna ákvað að stíga fram og segja sögu sína á
Nútímanum til að hjálpa fólki í svipaðri stöðu. Nauðgarinn var landsliðsmaður frá öðru landi en tveir aðrir karlmenn tóku einnig þátt í ofbeldinu með því að halda Tinnu niðri. Tinna sagði engum frá nauðguninni fyrr en rúmlega hálfu ári síðar og kveðst enn í dag þurfa að afsaka viðbrögð sín við ofbeldinu sem hún var beitt.

Kveðst Tinna hafa verið stödd í landsliðsferð en á lokahófinu fóru allir keppendur á mótinu saman á skemmtistað. Þar á meðal voru landsliðsmenn frá öðru landi sem í lok kvöldsins buðu Tinnu og fleirum upp á hótel í eftirpartý. Röð atburða leiddi til þess að Tinna endaði ein með þeim þremur á hótelherberginu og átti sér enga undankomuleið.

„Þeir gerðu sér alveg grein fyrir hvað þeir voru að gera. Ég varð alveg máttlaus og ég gerði mér grein fyrir því að ég var ekki að fara að komast neitt í bráð.Ég fann líkamlega ekkert fyrir þessu. Það var eins og heilinn í mér hafi blokkað allt út. Ég fór einhvern veginn úr líkama mínum og horfði á þetta gerast. Ég geri mér einfaldlega ekki grein fyrir hversu langan tíma þetta tók. Ég var að reyna að hugsa um eitthvað annað — sjá fyrir mér framhaldið og reyna að mikla þetta ekki fyrir mér.“

Tinna segir líf sitt hafa hrunið í kjölfarið en hún sagði engum frá því sem hafði gerst.

„Mér fannst ég svo tóm. Fann engar tilfinningar og var alveg sama um allt. Ég var aldrei mjög glöð eða mjög reið. Og á enn þann dag í dag erfitt með að finna fyrir miklum tilfinningum en það er allt að koma.“

Það var rúmlega hálfu ári seinna að Tinna sagði foreldrum sínum frá nauðguninni en ástæðan fyrir því að hún beið svo lengi var sú að hún vildi hlífa foreldrum sínum við fregnunum auk þess sem hún vildi ekki upplifa vorkunn frá fólki eða að aðrir myndu sjá hana sem fórnarlamb.

Tinna upplifir það oft þannig að hún þurfti að sanna fyrir fólki að hún hafi brugðist „rétt“ við þegar ráðist var á hana. „Ég sagði nei og það er meira en nóg. Ég öskraði ekki vegna þess að ég var of hrædd. Ég vildi láta eins lítið fyrir mér fara og mögulegt var. Og þegar þetta var búið og ég gekk á áleiðis á hótelið mitt þá var ekkert að gerast í hausnum á mér. Ég var ekkert. Ég gekk eins og vofa.“

Þá kemur fram að Tinna hafi fengið mikinn stuðning frá forsvarsfólki Fimleikasambands Íslands þegar hún greindi þeim frá nauðguninni. Þá er hún óendanlega þakklát foreldrum sínum semog fólkinu sem stendur henni næst.

„Ég er svo þakklát fyrir þá manneskju sem ég er í dag og það er að miklu leyti mömmu að þakka. Hún er án efa sterkasta kona sem ég þekki. Ég hef alltaf tekið mér hana til fyrirmyndar og ég mun gera það alla ævi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta