fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Lítt þekkt ættartengsl: Þjálfarinn og leikstjórnandinn

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 20. janúar 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir handboltaáhugamenn eru líklega enn í sárum eftir að frábæru tækifæri á Evrópumeistaramótinu í handknattleik var glutrað niður í vikunni. Einn af þeim sem voru í eldlínunni í Króatíu er Selfyssingurinn Janus Daði Smárason, sem sem spilar sem atvinnumaður hjá liði Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni. Piltur hefur staðið sig vel með félagsliði sínu en hann var meðal annars tilnefndur sem einn besti nýliði Meistaradeildarinnar í handknattleik á dögunum.

Færri vita að móðurbróðir Janusar Daða hefur einnig getið sér gott orð fyrir afskipti sín af handknattleik. Það er enginn annar en Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins. Þórir tók við liðinu í apríl 2009 og hefur síðan landað tveimur heimsmeistaratitlum, þremur Evrópumeistaratitlum og ólympíugulli.

Vonandi fær Janus Daði fljótlega að upplifa það að fá medalíu um hálsinn í landsliðsbúningi líkt og frændi sinn. Ein dugar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta