fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Viðar er í yfirþyngd: „Ég er með mikið magn af vöðvum“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 19. janúar 2018 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Guðjohnsen, athafnamaður og leigusali, hefur vakið mikla athygli sem frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ummæli Viðars eru vægast sagt umdeild, hafa þau valdið reiði og vakið kátínu, hafa sumir haft á orði að nú sé kominn fram á sjónarsviðið Donald Trump Íslands. Viðar hefur sagt í viðtölum að hann hafi miklar áhyggjur af holdafari þjóðarinnar, þá sérstaklega kvenna og barna, sem hann segir að sé til marks um að fólk taki ekki ábyrgð á sjálfu sér.

Þyngd: 94 kílóHæð: 185 sentimetrarBlóðþrýstingur: 120/82Líkamsþyngdarstuðull: 27,5

Blaðamaður DV gat því ekki stillt sig um að spyrja Viðar hversu þungur hann væri sjálfur. „Ég er 94 kíló. 185 á hæð. En þú mátt ekki gleyma að ég er með mikið magn af vöðvum. Ég tek á því. Þótt ég sé kominn yfir sextugt þá held ég mér í formi. Blóðþrýstingurinn er 120/82 núna síðast þegar ég var mældur, en sykurinn var í lagi. Hins vegar má ég taka mig á í að borða ekki á kvöldin,“ segir Viðar í samtali við DV. Miðað við BMI-líkamsþyngdarstuðulinn þýðir þetta að Viðar er í yfirþyngd.

Nokkur umdeild ummæli Viðars:

Viðar segir að leikskólar séu „… geymslur fyrir konur sem eru í einhverri metnaðargræðgi að koma sér út á vinnumarkaðinn.“

Viðar var spurður hvað eigi að gera fyrir fíkla og útigangsmenn: „Ekkert. Þeir ákváðu sjálfir að vilja tortíma sjálfum sér. Á ég allt í einu að taka þátt í því að vekja þá til lífsins? Vitið þið ekki að það er mannfjölgunarvandamál hérna? Það vantar ekki að halda lífi í fólki sem vill ekki lifa.“

Viðar vill hækka laun karlmanna í skólum: „Við verðum að bjóða í þá. Þeir eru greinilega eftirsótt vara í grunnskóla. Því við getum ekki alltaf látið konurnar ráða yfir öllu. Þetta er orðið vandamál.“

„Ég vil að konur hafi peninga eða efnahag og tíma til að eignast börn og hugsi það áður og sinni þeim.“

Viðar að svo virðist sem að konur „… elti lág laun.“

Viðar mætti í viðtal í þættinum Harmageddon og rak augun í að þáttastjórnendurnir, Frosti og Máni, væru með undirhöku: „Það þýðir að þið eruð í yfirþyngd, sem þýðir það að hugsanlega verðið þið veikari fyrr. Sem þýðir það að skattborgarinn þarf að borga fyrir ykkar veikindi úr okkar sameiginlega sjóði. Þannig að þetta er ábyrgðarleysi ykkar strax í augsýn. Ég sé þetta strax. Það er ábyrgðarleysi hérna.“

Viðar segir að feitt fólk eigi að taka ábyrgð á eigin heilsu: „Einstaklingurinn á að taka ábyrgð. Ekki að búa til einhverjar stofnanir og einhver kerfi og fundarhöld um það hvernig á að finna einhver lyf til að leysa undirhökuvandamál eða of breiðar mjaðmir eða klessufeitt fólk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta