Uppboð á munum dánarbús Carrie Fisher

Carrie Fisher í þekktasta hlutverki hennar, sem Leia prinsessa í Star Wars og stuttu fyrir andlát.
Eldri og yngri Carrie Fisher í þekktasta hlutverki hennar, sem Leia prinsessa í Star Wars og stuttu fyrir andlát.

Í byrjun október fer fram uppboð á munum úr dánarbúi mæðgnanna Carrie Fisher og Debbie Reynolds. Tímaritið People birti í nýjasta tölublaði sínu innlit á heimili Fisher, sem er lýsandi fyrir sérstakan og skemmtilegan karakter Fisher.

Ekki hefur verið hreyft við heimili Fisher síðan hún lést 27. desember 2016, degi áður en móðir hennar, Debbie Reynolds lést, en hún bjó í næsta húsi við Fisher.

Þann 7. og 8. október næstkomandi mun fjöldi muna í eigu þeirra mæðgna verða seldir á uppboði, þar á meðal skrifborð Fisher, jólatré sem stóð uppi allt árið og handrit hennar og stóllinn sem hún sat í við tökur á Return of the Jedi. Það er fyrirtækið Profiles in History sem sér um uppboðið.

Svefnherbergi Fisher er all sérstakt.
Svefnherbergið Svefnherbergi Fisher er all sérstakt.

Fisher er þekktust fyrir hlutverk sitt í Star Wars kvikmyndunum og á meðal uppboðsmuna er handrit hennar og stóllinn sem hún sat í við tökur á Return of the Jedi.
Return of the Jedi Fisher er þekktust fyrir hlutverk sitt í Star Wars kvikmyndunum og á meðal uppboðsmuna er handrit hennar og stóllinn sem hún sat í við tökur á Return of the Jedi.

„Ef þú ert aðdáandi Star Wars, þá er þetta gullni kaleikurinn,“ segir Joe Maddalena, framkvæmdastjóri Profiles in History, um handritið og stólinn.

Hluti ágóðans af uppboðinu mun renna til samtaka í þágu fólks með geðræn vandamál, en Fisher var greind með geðhvörf og talaði ætíð opinskátt um veikindi sín.

„Heimili hennar lýsir þeim skemmtilega karakter sem hún var,“ segir Maddalena.

Málverk eftir Norman Rockell, sem sýnir Benjamin Franklin undir sjálfstæðisyfirlýsinguna er á meðal verðmætustu eigna Fisher og er áætlað að málverkið muni seljast á 2 milljónir dollara.
Verðmætasta eignin Málverk eftir Norman Rockell, sem sýnir Benjamin Franklin undir sjálfstæðisyfirlýsinguna er á meðal verðmætustu eigna Fisher og er áætlað að málverkið muni seljast á 2 milljónir dollara.

Á meðal uppboðsmuna er eftirmynd af Fisher í fullri stærð, sem Leia prinsessa í símaklefa úr við.
Prinsessan hringir Á meðal uppboðsmuna er eftirmynd af Fisher í fullri stærð, sem Leia prinsessa í símaklefa úr við.

Nánari upplýsingar um uppboði og muni má finna hér

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.