Setti þriggja ára bróður sinn í gervi trúðsins í It

Langar í þátt Ellen

Það hefur ekki farið framhjá neinum að kvikmyndin It er komin í sýningar í kvikmyndahúsum um allan heim. Myndin er gerð eftir samnefndri bók hryllingsmeistarans Stephen King og einn af aðdáendum hans er Eagan Tilghman, 17 ára ljósmyndari, sem býr í Mississippi í Bandaríkjunum.

Hann tók sig til og breytti bróður sínum, Louie, sem er þriggja ára, í trúðinn Pennywise.

Eagan gerði allt sjálfur, förðun, föt og tók myndirnar. Myndirnar birti hann síðan á Instagram þar sem þær vöktu mikla athygli og er Andy Muschietti, leikstjóri myndarinnar, búinn að láta sér líka við þær. Eins og sést á myndunum þá langar bræðurna að komast í þátt Ellen og það mun kannski ekki líða á löngu þar til við sjáum þá þar.

Facebook

Twitter

Sjá einnig Bíódómur It

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.