fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Stranger Things – Þriðja sería staðfest

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. ágúst 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan aðdáendur Stranger Things bíða spenntir eftir að sería tvö komi á Netflix (27. október næstkomandi) getum við glaðst yfir að þriðja serían verður líka að veruleika, með góðum möguleikum á þeirri fjórðu.

Stranger Things er hugarfóstur tvíburana Matt og Ross Duffer, sem skrifa, leikstýra og eru meðframleiðendur þáttanna. Í viðtali við Vulture staðfestu bræður að serían, sem sló rækilega í gegn með þeirri fyrstu, muni verða allavega þrjár seríur og góðir möguleikar eru á að sú fjórða verði einnig að veruleika. Þrátt fyrir að segja ekkert um söguþráð seríu tvö, þá gáfu þeir upp að þeir vildu „ýta aðeins meira á.“ Segja þeir að takmarkið var að sería tvö myndi vera eins og framhaldsmynd, „ef þú ert með góða kvikmynd, þá viltu alltaf að framhaldsmyndin sé aðeins stærri.“

Aðalpersónurnar í Stranger Things komast heldur betur í hann krappan.
FJórir vinir Aðalpersónurnar í Stranger Things komast heldur betur í hann krappan.

Aðspurðir um framhald þáttanna eftir seríu tvö, „við hugsum okkur þetta sem fjögurra seríu dæmi og svo hættum við.“ Samkvæmt því ætti sería fjögur að koma á Netflix haustið 2019. „Við verðum bara að þróa söguna,“ segir Matt Duffer. „En það er kannski erfitt að réttlæta að krakkarnir lendi í einhverju slæmu á hverju ári.“

Önnur sería Stranger Things kemur 27. október næstkomandi.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=vgS2L7WPIO4?rel=0&hd=1&wmode=transparent]

Í fyrstu seríunni mátti finna fjölmargar skírskotanir til þekktra kvikmynda níunda áratugarins og í myndbandinu hér fyrir neðan er búið að setja þær við hlið atriða úr Stranger Things. Þeir sem ekki hafa horft á fyrstu seríuna ættu að sleppa því að horfa á þetta myndband.

[vimeo 175929311 w=640 h=360]

References to 70-80's movies in Stranger Things from Ulysse Thevenon on Vimeo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar