fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Sonur Cowell innblástur góðverks

Safnaði tónlistarmönnum saman til að gefa út lag

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 8. júlí 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldsvoðinn í Grenfell Tower í London þann 14. júní síðastliðinn þar sem minnst 80 manns létust og fjöldi íbúa turnsins missti heimili sitt og aleiguna, er sorgaratburður sem skók bresku þjóðina. Í kjölfarið kom fjöldi einstaklinga fram og sýndi stuðning sinn í verki og með fjárframlögum. Á meðal þeirra er fyrrverandi American Idol-dómarinn, Simon Cowell, en hann býr rétt hjá Grenfell Tower.

Það sem rak Cowell fyrst og fremst áfram til að sýna stuðning sinn í verki var þriggja ára sonur hans, Eric. „Það að fara á staðinn og hitta foreldra sem misst höfðu börn sín í eldsvoðanum og börn sem voru orðin foreldralaus og tilhugsunin um að missa Eric á sambærilegan hátt, gerði það að verkum að Simon vildi gera allt sem hann gat til að hjálpa til,“ segir vinur Cowell í viðtali við breska blaðið Heat. Cowell, sem hefur alltaf styrkt góðgerðarmálefni, lagði um 13 milljónir íslenskra króna í söfnunina, en að þessu sinni vildi hann gera meira og fékk til liðs við sig 50 tónlistarmenn til að taka upp lag til styrktar fórnarlömbum eldsvoðans.

Lagið sem varð fyrir valinu er lag Simon & Garfunkel, Bridge Over troubled Water, og var það tekið upp í Sarm-hljóðverinu í Notting Hill, og kom í sölu viku eftir brunann og náði toppsæti breska listans 23. júní síðastliðinn. Lagið sló met þessa áratugar í sölu á útgáfudeginum.

Lagið má kaupa og/eða styrkja með fjárframlögum á heimasíðunni artistsforgrenfell.com.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=8O1CcwYf79I?rel=0&hd=1&wmode=transparent]

Listamennirnir sem leggja fram lið sitt í laginu eru:
5 After Midnight
Angel
Anne-Marie
Bastille
Brian May – Queen
Carl Barât – The Libertines
Craig David
Deno
Donae’o
Dua Lipa
Ella Eyre
Ella Henderson
Emeli Sandé
Fleur East
Gareth Malone & The Choir for Grenfell
Geri Halliwell
Gregory Porter
James Arthur
James Blunt
Jessie J
Jessie Ware
John Newman
Jon McClure – Reverend and the Makers
Jorja Smith
Kelly Jones – Stereophonics
Labrinth
Leona Lewis
Liam Payne
London Community Gospel Choir
Louis Tomlinson
Louisa Johnson
Matt Goss
Matt Terry
Mr Eazi
Nathan Sykes
Nile Rodgers
Omar
Paloma Faith
Pixie Lott
Ray BLK
RAYE
Rita Ora
Robbie Williams
Shakka
Shane Filan
Stormzy
The Who (Roger Daltrey, Pete Townshend)
Tokio Myers
Tom Grennan
Tony Hadley
Tulisa
WSTRN

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta