fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Prinsar minnast móður sinnar

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 7. júlí 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Díana prinsessa hefði orðið 56 ára 1. júlí. Synir hennar, Vilhjálmur og Harry, fóru þann dag að gröf hennar í Northamptonshire ásamt Kate, eiginkonu Vilhjálms, og börnum þeirra tveimur, George og Charlotte. Með í för var Spencer jarl, bróðir Díönu. Erkibiskupinn af Kantaraborg hafði síðan umsjón með stuttri athöfn þar sem prinsessunnar var minnst. Karl Bretaprins og eiginkona hans, Camilla, höfðu góða afsökun fyrir að vera ekki viðstödd en þau voru í heimsókn í Kanada. Litlar líkur eru á að þau hefðu mætt hefðu þau átt heimangengt.

Í næsta mánuði eru liðin tuttugu ár frá sviplegum dauða prinsessunnar. Díönu verður minnst með ýmsum hætti í þeim mánuði. Synir hennar hafa haft forgöngu um að stytta af henni verður afhjúpuð í Kensingtongarði og BBC sýnir mynd um Díönu þar sem rætt verður við prinsana um dauða móður þeirra en þeir tjá sig þar mjög opinskátt um missinn og sorgina. Einnig verður rætt við vini Díönu, sem sumir munu þarna tjá sig í fyrsta sinn um kynni sín af henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun