fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Sumarseríur jafnvel betri en aðrar

Sumarseríur með konum í aðalhlutverki

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 23. júlí 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður fyrr var staðan sú að ein sjónvarpsstöð var í boði, sem tók sér frí á fimmtudögum og í mánuð á sumrin. Í dag er staðan allt önnur, valið mun meira og fjölbreyttara og góðar sjónvarpsseríur í boði allan ársins hring.

Fjölmargar seríur voru frumsýndar í sumarbyrjun eða verða frumsýndar í sumar og skoðum við hér nokkrar góðar þar sem konur eru í aðalhlutverkum.

Desna Simms, leikin af Niecy Nash, er eigandi handsnyrtistofu í Florida. Á yfirborðinu virðist hún verndarengil þeirra undirmálskvenna sem vinna hjá henni, auk þess að sjá um eldri þrosaheftan bróður sinn. En konurnar eru allar á einn eða annan hátt flæktar í peningaþvætti og morð og losna ekki við drauga fortíðarinnar. Skemmtilegir dramaþættir og önnur sería hefur verið ákveðin.
Claws: nagladekur og glæpir (TNT) Desna Simms, leikin af Niecy Nash, er eigandi handsnyrtistofu í Florida. Á yfirborðinu virðist hún verndarengil þeirra undirmálskvenna sem vinna hjá henni, auk þess að sjá um eldri þrosaheftan bróður sinn. En konurnar eru allar á einn eða annan hátt flæktar í peningaþvætti og morð og losna ekki við drauga fortíðarinnar. Skemmtilegir dramaþættir og önnur sería hefur verið ákveðin.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=zV-plXoYnW0?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Þættirnir eru byggðir á ævi Joanna Coles, fyrrum ritstjóra Cosmopolitan, sem í dag er yfirefnisstjóri allra blaða Hearts blaðasamsteypunnar. Þættirnir fjalla um ástir, vináttu og daglegt líf þriggja kvenna sem starfa á skrifstofu alþjóðlegs kvennatímarits.Skemmtilegir þættir byggðir á lífi og reynslu konu sem ávallt hefur gegnt ábyrgðarstöðu í tímaritabransanum og er jafnframt einn framleiðanda þáttanna.
The Bold Type: Lífið í glanstímaritaheiminum(Freeform) Þættirnir eru byggðir á ævi Joanna Coles, fyrrum ritstjóra Cosmopolitan, sem í dag er yfirefnisstjóri allra blaða Hearts blaðasamsteypunnar. Þættirnir fjalla um ástir, vináttu og daglegt líf þriggja kvenna sem starfa á skrifstofu alþjóðlegs kvennatímarits.Skemmtilegir þættir byggðir á lífi og reynslu konu sem ávallt hefur gegnt ábyrgðarstöðu í tímaritabransanum og er jafnframt einn framleiðanda þáttanna.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=q9Evo8pJTV0?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Forsaga bresku þáttana, sem fjalla um Jane Tennison, yfirmann leynilögreglunnar, leikin af Helen Mirren. Í þessari sex þáttaröð er fylgst með fyrstu dögum hennar í starfi, en Stefanie Martin leikur hina 22 ára gömlu Tennison. Hún tekst á við rannsókn morðmáls undir handleiðslu eldri og reyndari félaga sína, ásamt því að þurfa að takast á við fordóma bæði í vinnu, þar sem konur eru tiltölulega nýkomnar til starfa sem lögreglumenn, og heima fyrir, þar sem fjölskyldan er ekki sátt við starfsvalið. Ekki náðist samkomulag á milli ITV sjónvarpsstöðvarinnar og Lyndu La Plante, höfundar bókanna sem þættirnir eru byggðir á, til að gera fleiri seríur, þrátt fyrir að þessi hafi fengið mjög góðar viðtökur.
Prime Suspect 1973: Tvöfalt mótmæli, í starfi og heima fyrir (ITV) Forsaga bresku þáttana, sem fjalla um Jane Tennison, yfirmann leynilögreglunnar, leikin af Helen Mirren. Í þessari sex þáttaröð er fylgst með fyrstu dögum hennar í starfi, en Stefanie Martin leikur hina 22 ára gömlu Tennison. Hún tekst á við rannsókn morðmáls undir handleiðslu eldri og reyndari félaga sína, ásamt því að þurfa að takast á við fordóma bæði í vinnu, þar sem konur eru tiltölulega nýkomnar til starfa sem lögreglumenn, og heima fyrir, þar sem fjölskyldan er ekki sátt við starfsvalið. Ekki náðist samkomulag á milli ITV sjónvarpsstöðvarinnar og Lyndu La Plante, höfundar bókanna sem þættirnir eru byggðir á, til að gera fleiri seríur, þrátt fyrir að þessi hafi fengið mjög góðar viðtökur.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=RqAFUy72sp0?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Bandarísk endurgerð kóresku þáttanna God´s Gift: 14 days. Laura Price (leikin af Paulu Patton) er fréttakona í San Fransisco sem aðstoðar lögregluna við að góma fjöldamorðingja. Eftir að dóttir hennar er drepin, hefst atburðarás þar sem Price endurlifir vikuna fyrir morðið, getur hún fundið morðingja dóttur sinnar og breytt örlögunum?
Somewhere Between: Er hægt að breyta örlögunum? (ABC) Bandarísk endurgerð kóresku þáttanna God´s Gift: 14 days. Laura Price (leikin af Paulu Patton) er fréttakona í San Fransisco sem aðstoðar lögregluna við að góma fjöldamorðingja. Eftir að dóttir hennar er drepin, hefst atburðarás þar sem Price endurlifir vikuna fyrir morðið, getur hún fundið morðingja dóttur sinnar og breytt örlögunum?
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=qgY2pu1UoIA?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Þetta eru þættir sem þú vilt ekki missa af. Ruth Wilder, leikin af Alison Brie, er ein fjölmargra atvinnulausra leikara í Los Angeles, sem mætir í hverja prufuna á fætur annarri. En svarið er alltaf: nei. Þegar henni býðst að taka þátt í nýju verkefni ákveður hún að slá til og kemst að því að aðalmótherjinn er fyrrum besta vinkona hennar. Öðruvísi, áhugaverðir og skemmtilegir og þegar 80‘s tónlistin er punkturinn yfir i-ið.
Glow: kvennaglíma og 80´s tónlist (Netflix) Þetta eru þættir sem þú vilt ekki missa af. Ruth Wilder, leikin af Alison Brie, er ein fjölmargra atvinnulausra leikara í Los Angeles, sem mætir í hverja prufuna á fætur annarri. En svarið er alltaf: nei. Þegar henni býðst að taka þátt í nýju verkefni ákveður hún að slá til og kemst að því að aðalmótherjinn er fyrrum besta vinkona hennar. Öðruvísi, áhugaverðir og skemmtilegir og þegar 80‘s tónlistin er punkturinn yfir i-ið.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=AZqDO6cTYVY?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Í gær

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum