fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Guð hvað mér líður illa

Óður Ragnars til listarinnar

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 9. júní 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Safnsýning Ragnars Kjartanssonar var nýlega opnuð í Listasafni Reykjavíkur. Sýningin ber heitið Guð hvað mér líður illa og endurspeglar óð Ragnars til listarinnar í allri sinni dýrð, til tónlistar, leikhúss, kvikmynda, bókmennta og myndlistar. Það er því af nægu að taka fyrir áhorfendur að njóta.

Ragnar Kjartansson fæddist í Reykjavík árið 1976, býr hér og starfar. Hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2001 og nam við Konunglegu listaakademíuna í Stokkhólmi árið 2000. Hann hefur haldið ótalmargar einkasýningar. Ragnar fæddist inn í leikhúsfjölskyldu og notar gjarnan leikræn tilþrif og sviðsetningu í verkum sínum. Rauði þráðurinn í verkum hans er alltaf gaumgæfileg athugun á mannlegu eðli, marglaga tilfinningar, félagslegar víddir og hinir mótsagnakenndu þættir sem hversdagslíf okkar allra samanstendur af.

Hylling listamannsins birtist í völdum verkum, frá árinu 2004 til dagsins í dag; lifandi gjörningum, stórum myndbandsinnsetningum, ljósmyndum, höggmyndum, málverkum og teikningum. Hafnarhúsið verður undirlagt verkum Ragnars og innsýn veitt í hinn marglaga heim sem hann hefur skapað í áranna rás. Mörg verkanna hafa aldrei áður verið sýnd á Íslandi, sérstaklega sum nýlegri verkin sem hafa leikið lykilhlutverk í að tryggja listamanninum sess í alþjóðlega listaheiminum. Enn fremur verða sýnd athyglisverð eldri verk sem sjaldan eru til sýnis. Sýningin er eitt viðamesta verkefni sem Listasafn Reykjavíkur hefur ráðist í frá upphafi.

Hjónin Arna Dögg Einarsdóttir læknir og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Helgi Björnsson, söngvari og leikari, og Ragnar.
Fín ferna Hjónin Arna Dögg Einarsdóttir læknir og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Helgi Björnsson, söngvari og leikari, og Ragnar.
Mæðgurnar Sigurjóna Sverrisdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, og frú Vigdís Finnbogadóttir.
Fræknar freyjur Mæðgurnar Sigurjóna Sverrisdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, og frú Vigdís Finnbogadóttir.
Birna Þórðardóttir er mikill listunnandi.
Rauðklædda mær Birna Þórðardóttir er mikill listunnandi.
Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, og dóttir hennar, Emilía Sjöfn Kristinsdóttir.
Glæsilegar mæðgur Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, og dóttir hennar, Emilía Sjöfn Kristinsdóttir.
Kristján Jóhannesson tók lagið fyrir sýningargesti.
Stórsöngvarinn tók lagið Kristján Jóhannesson tók lagið fyrir sýningargesti.
Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, ásamt syni sínum.
List er fyrir alla, unga sem eldri Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, ásamt syni sínum.
Fjöldi mynda var tekinn af listamanninum þennan dag.
Segið sís Fjöldi mynda var tekinn af listamanninum þennan dag.
Ármann Reynisson sem þekktur er fyrir Vinjettu-bækurnar er mikill áhugamaður um list.
Flottur með hatt Ármann Reynisson sem þekktur er fyrir Vinjettu-bækurnar er mikill áhugamaður um list.
Hjónin Halldór Laxness Halldórsson uppistandari, best þekktur sem Dóri DNA, og Magnea Guðmundsdóttir arkitekt mættu með nýjasta fjölskyldumeðliminn Flosa.
Listræn hjón Hjónin Halldór Laxness Halldórsson uppistandari, best þekktur sem Dóri DNA, og Magnea Guðmundsdóttir arkitekt mættu með nýjasta fjölskyldumeðliminn Flosa.
Tim Renner, menningarfulltrúi Berlínar, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar, og Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur.
Gestur frá Berlín Tim Renner, menningarfulltrúi Berlínar, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar, og Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur.
Ólafur Gunnarsson rithöfundur. Síðustu tvær skáldsögur hans fjalla um listmálara, mjög dramatískar og flottar skáldsögur.
Skrifar um listmálara Ólafur Gunnarsson rithöfundur. Síðustu tvær skáldsögur hans fjalla um listmálara, mjög dramatískar og flottar skáldsögur.
Arna Dögg Einarsdóttir læknir og listakonan Ingibjörg Sigurjónsdóttir, eiginkona Ragnars.
Lífsglaðar og listrænar Arna Dögg Einarsdóttir læknir og listakonan Ingibjörg Sigurjónsdóttir, eiginkona Ragnars.
Roland Augustine, sem er galleríisti Ragnars í New York, og athafnamaðurinn Sigurður Gísli Pálmason.
Galleríistinn Roland Augustine, sem er galleríisti Ragnars í New York, og athafnamaðurinn Sigurður Gísli Pálmason.
S. Björn Blöndal, ráðgjafi og kvikmyndagerðarmaður, og Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.
Fylgjast með listinni S. Björn Blöndal, ráðgjafi og kvikmyndagerðarmaður, og Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.
Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður og Ingólfur Arnarson myndlistarmaður.
Tveir listrænir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður og Ingólfur Arnarson myndlistarmaður.
Hjónin Sigurður Pálsson skáld og Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri glæsileg og hress að vanda.
Glæsileg listahjón Hjónin Sigurður Pálsson skáld og Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri glæsileg og hress að vanda.
Eiríkur Óskarsson og Páll Valsson, útgáfustjóri Bjarts.
Bjart yfir mönnum Eiríkur Óskarsson og Páll Valsson, útgáfustjóri Bjarts.
Úlfar Þormóðsson rithöfundur, hjónin Stefán Ólafsson prófessor og Edda Andrésdóttir fréttakona og Gunnar Andrésson myndlistarkennari bróðir Eddu.
Fjögur frækin Úlfar Þormóðsson rithöfundur, hjónin Stefán Ólafsson prófessor og Edda Andrésdóttir fréttakona og Gunnar Andrésson myndlistarkennari bróðir Eddu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta