fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Ingó og Svavar Knútur í stríði: „Hélt að allir væru sammála um að ég væri viðkvæma söngvaskáldið og þú töffarinn“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 23. maí 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook-síða Ingólfs Þórarinssonar hefur leikið á reiðiskjálfi og þar takast á Ingó veðurguð og Svavar Knútur og inn í umræðurnar blandast síðan Egill Gillz Einarsson, Hreimur í Landi og sonum og færeyska söngstjarnan, Jögvan Hansen. Á meðan gæðir varaformaður ungra Pírata sér á poppi og fylgist með umræðunum hitna með hverju nýju innleggi en ósætti Ingólfs og Svavars má rekja til skrifa Píratans. En til að skilja samhengið þarf að fara örlítið lengra aftur í tímann.

Mynd: © Birtingur ehf / Sigtryggur Ari Johannsson © Birtingur ehf / Sigtryggur Ari Johannsson

Upphafspunktinn er að finna vegna ákvörðunar nemendafélags Verzlunarskólans að afboða skemmtiatriði sem Egill Einarsson átti að sjá um vegna þrýstings frá femínistafélagi skólans. Í framhaldinu var tilkynnt um að Áttan myndi fylla í skarðið en meðlimir Áttunnar afþökkuðu og lýstu yfir stuðningi við Egil. Þá var rifjað upp að Verzlunarskólinn hafði ári áður afbókað Ingó veðurguð vegna skoðana hans á Free the nipple en hann var ekki sammála baráttufólki um mikilvægi átaksins.

Þegar umræður um þessa umdeildu skemmtun í Verzlunarskólanum virtust gleymdar ákvað Ásmundur Guðjónsson varaformaður ungra Pírata að tjá sig á Pírataspjallinu. Pistillinn hófst svona:

„Nennir einhver að útskýra það fyrir mér, af hverju það að nemendafélag í EINKASKÓLA ákvarðar það að velja annað band heldur enn einhver vill, til að spila á balli verður allt í einu að málfrelsis baráttuefni fyrir einhverja nokkra útbrunna karlmenn sem enginn vill hvort sem er hlusta á?“

Ásmundur Guðjónsson
Varaformaður ungra Pírata Ásmundur Guðjónsson

Ásmundur bætti við að Egill væri asnalegur náungi og ekki væri Áttan merkileg heldur. Og Ásmundur hélt áfram og kallaði Egil asnalegan og gerpi og að Egill og Ingó veðurguð væru „creeps.“ Þá sagðist hann verkja í líkamann við tilhugsunina að einhverjum þætti tónlist Ingó góð.

„Og af hverjum er ekki öllum sama um hvað Ingó veðurguð hefur að segja? Líklega bara lélegasti tónlistarmaður sem landið hefur gefið af sér…..Hvers vegna er þetta eitthvað málfrelsis dæmi? ég sé það ekki… bara asnalegur náungi fær ekki að spila á menntaskóla balli, who cares?“

Svavar Knútur líkaði við færslu Píratans sem og önnur innlegg í þræðinum þar sem talað var niðrandi um Ingó veðurguð. Tók Ingó það nærri sér og tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni. Ingó sagði:

„Gaman að ungir Píratar taki þátt í umræðunni. Varaforseti þeirra fer þarna fremstur í flokki. Málefnið er ekki beint að þvælast fyrir þeim, heldur er skítnum mokað í allar áttir.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Svo er áhugavert að Svavari Knúti líkar við allt þar sem mér er úthúðað; Hann ætti kannski að vera aðeins þakklátari að til séu tónlistarmenn eins og ég sem eru sjálfbærir. Annars þyrftu kannski allir sem kunna á gítar að vera á framfæri skattgreiðenda eins og hann,“ sagði Ingó og átti við að Svavar hefði oftar enn einu sinni verið úthlutað listamannalaunum frá ríkinu.

Svavar Knútur ákvað að svara Ingó á Facebook-síðu þess síðarnefnda og sagði:

„Bara þó ég læki eitthvað sjónarmið um frelsi nemendafélaga um að ráða eða ekki ráða fólk og finnist pínu glatað að væla yfir því þýðir ekki að ég sé að persónulega styðja við diss á þig sem tónlistarmann. Svo kom ég með eitt djók þar sem ég sneri upp á það þegar þú sagðir að ég væri að virtue-signala. That is all. Komdu þér af krossinum drengur. Þið Gillz eruð ekkert einir um að hafa verið afbókaðir vegna skoðana.“

Málfrelsi

Eva Hauksdóttir, íslensku- og bókmenntafræðingur, tók þátt í umræðunum en hún hefur vakið athygli fyrir gagnrýnin skrif um femínisma. Hún eins og fleiri á Pírataspjallinu segja málið alvarlegra en líkt og varaformaður ungra Pírata setti það upp. Sagði Eva það tengjast málfrelsi

„ … að því leyti að skilaboðin eru þau að ef þú hefur atvinnu af því að selja vöru eða þjónustu, þá getur það stórskaðað fyrirtækið að segja eitthvað sem fer í taugarnar á feministum.“

Sagði Eva að þeir sem starfi í afþreyingarbransanum þurfi að gæta sín.

„Verða það næst iðnaðarmenn sem missa verkefni út á það að vera ósammála femínistum eða verða það umbrotsmenn, vefarar, garðyrkjumenn, veitingamenn … Vonandi hefur Ingó skap til þess að krefjast þess að fá giggið greitt.“

Viktor Orri Valgarðsson varaþingmaður Pírata sagði á Pírataspjallinu að ekki væri um að ræða beina atlögu að málfrelsinu.

„Meira bara varhugavert hugarfar, að afboða fólk á þeim forsendum að það hafi gert vinsamlega athugasemd við eitthvað sem þú gerðir. Alveg þeirra réttur og allt það, bara soldið mikil óvinavæðing sem er ekki til fyrirmyndar… hvort sem gæinn er asnalegur eða ekki (þau vissu það þegar þau bókuðu hann fyrst)“

Henti í eitt gott like

Mynd: DV MYND/Eyþór Árnason

Tónlistarmaðurinn Hreimur Örn Heimisson gaf lítið fyrir skýringar Svavars og Ingó veðurguð svaraði:

„Í þræðinum hendir þú nú samt í eitt gott like þegar einn segist fá illt i líkamann að einhver hlusti á mína tónlist og annar vilji sækja um örorkubætur að ég fái að flytja mína tónlist.

Þér er frjálst að hafa allar þessar skoðanir en þú ert enginn talsmaður réttlætis og sanngirni á meðan. Svo er ég alveg góður á því en fólk almennt verður bara að taka ábyrgð á því sem það segir eða leggur blessun sína yfir. Það er óþarfi að bakka út núna. Þið megið hata að vild en þorið þá allavega að standa með því þegar ykkur er bent á það.“

Ekkert að marka lækið

Mynd: © Kristinn Magnússon © Kristinn Magnússon

Svavar Knútur gerði lítið úr lækinu og sagði:

„Mér fannst hann fyndinn Hreimur. Ég likea þegar mér finnst eitthvað fyndið. Það þýðir ekki alltaf 100% sammála. Jeminn Ingó. Ég hélt að allir væru sammála um að ég væri viðkvæma söngvaskáldið og þú værir töffarinn […] Sér er nú hvert helvítis málfrelsið þegar það að hlæja að fyndnu kommenti er orðin fagleg aðför, „hatur“ og árás á kollega.“

Ingó bætti við að með þessu væri Svavar að taka þátt í að úthúða öðrum tónlistarmanni persónulega og sem listamanni vegna skoðana hans. Hreimur bætti svo við að „like“ hnappurinn gæti verið ansi kraftmikill þegar hann kæmi frá ákveðnum aðilum í ákveðnum umræðum.

„Þessi færsla frá einum af forystusauðum pírata er að mínu mati sorglega illa orðuð og ótrúlegur óþarfi að fleygja svona blammeringum fram,“ bætti Hreimur við: „Það má vera að þér hafi gott eitt gengið til en Like frá Svavari Knút á þetta lúkkar bara ekkert allt of vel frá mínum bæjardyrum séð. Menn þurfa að fara henda í „wtf“ eða „dislike“ hnapp til að koma í veg fyrir svona bull í framtíðinni.“

„Ég trúi því ekki að ég þurfi að eiga þessa umræðu við ykkur drengir! Fullorðna menn!“ svaraði Svavar. „Þetta snýst frá mínum sjónarmiðum annars vegar um rétt nemendafélaga og í raun allra frjálsra félaga til að sleppa því að ráða listamenn og hins vegar um fyndið komment [… ] mér er fjarri að rakka þig niður sem tónlistarmann. Hef aldrei gert það og mun aldrei gera. En ég er óhræddur við að aðskilja skoðanir þínar frá list þinni og stundum finnast þær glataðar. Það tengist þinni tónlist ekki baun og það er eiginlega stórundarlegt að halda það.“

„Ef þé líkar við það að ég sé ,,versti tónlistarmaður“ sem landið hefur alið. Að fólk fái ,,illt i líkamann að hlusta á mig“ jú, þá ert þú að taka þátt í að draga niður,“ svaraði Ingó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta