fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Leyndarmál Johnny Depp: Fær línurnar sínar beint í eyrað

Handritið lesið beint í eyrað á leikaranum segir fyrrverandi umboðsskrifstofa leikarans – Fast skotið á Hollywood-stjörnuna í dómskjölum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. maí 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi umboðsmenn Hollywood-leikarans Johnny Depp fullyrðir stjarnan læri aldrei línurnar sínar fyrir tökur. Þess í stað fái hann línurnar beint í eyrað í gegnum eyrnatól svo hann þurfi ekki að læra handritið.

Þetta er meðal þeirra leyndarmála sem afhjúpuð eru í dómskjölum í deilu Depp og fyrrverandi umboðsskrifstofu hans. Depp hefur höfðað mál gegn skrifstofunni fyrir að sólunda peningunum hans sem svarað hefur með að höfða mál gegn leikaranum.

Hljóðmaður á launaskrá

Meðal þess sem þar kemur fram er að Depp hafi eytt hundruð þúsunda dala í tæknimann til að lesa línurnar hans á tökustað og senda þær beint í eyrað á honum. Fullyrt er að Depp hafi notað þessa aðferð í mörg ár samkvæmt dómskjölum sem lögð voru fram í gær.

„Depp krafðist þess að hljóðmaðurinn yrði á launaskrá svo hann þyrfti ekki að leggja línurnar sínar á minnið,“ segir í ásökunum Joel og Robert Mandel hjá The Management Group (TMG). BBC, Hollywood Reporter, Variety og New York Post eru meðal þeirra sem fjalla um gögnin.

Lögmaður Depp hefur svarað þessu fyrir hönd leikarans sem algjörri þvælu.

„Það er svona sem sekir svara þegar þeir standa frammi fyrir afrakstri níu mánaða rannsóknar fjögurra fyrirtækja á starfsháttum þeirra,“ segir Adam Waldman, lögmaður Depp, í yfirlýsingu.

Ásakanir um eyðslufíkn

Umboðsskrifstofan gengur enn lengra í ásökunum sínum og segir að Depp þjáist hugsanlega af þráhyggjukenndri eyðslufíkn og þurfi á geðrannsókn að halda. Upplýsingarnar sem fram kom í framlögðum gögnum skrifstofunnar er ætlað að sýna að leikarinn eigi við vandamál að stríða og í raun kallað fjárhagsvandræði sín yfir sig sjálfur.

Umboðsmennirnir segja að þeir hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að verja Depp fyrir hans eigin óráðsíu en svo fór að Depp rak TMG í mars 2016.

Depp er sagður hafa eytt 75 milljónum dala í að kaupa og gera upp 14 hús á tilteknu tímabili á meðan hann starfaði með TMG, þar á meðal nokkrar eyjur í Bahamas, nokkur hús í Hollywood og glæsivillu í Suður-Frakklandi.

Hann á að hafa keypt sér 45 lúxusbifreiðar, 70 fágæta gítara og safngripi úr sögu Hollywood sem geymdir séu í 12 lagergeymslum. Þá er hann sagður hafa greitt 1,2 milljónir dala til að hafa lækni til taks allan sólarhringinn og nokkrar milljónir til viðbótar í her lögmanna. Þessir lögmenn, að sögn TMG, hafi hjálpað honum úr hinum ýmsu vandræðum og í fjölmörg skipti séð um að greiða peninga til að þagga niður mál. Boðar TMG að upplýsingar um þessi mál verði afhjúpuð fyrir dómi.

Vín ekki fjárfesting ef þú drekkur það strax

TMG segir það sé hlægilegt að Depp hafi eytt 30 þúsund dölum á mánuði í vín og litið á það sem „fjárfestingu.“

„Það er leitun að þeirri flösku, sem Depp keypti meðan hann var hjá TMG, sem hann eða félagar hans hafa ekki enn drukkið,“ segir í málsgögnunum.

„Vín er ekki fjárfesting ef þú drekkur það um leið og þú kaupir það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar