fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Áfall þegar dóttirin greindi frá kynferðisofbeldi

„Það þarf miklar sannanir eins og réttarkerfið er uppbyggt í dag“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 6. apríl 2017 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er erfitt að kyngja þessu, þessir barnaníðingar virðast komast auðveldlega upp með gjörðir sínar. Að mínu mati eru þetta veikir einstaklingar sem þurfa hjálp. En hana fá þeir yfirleitt ekki fyrr en þeir eru dæmdir og eru komnir í fangelsi,“ segir Sigrún Waage, leik og söngkona og flugfreyja en hún varð fyrir gífurlegu áfalli fyrir fjórum árum þegar 17 ára dóttir hennar greindi frá kynferðis ofbeldi sem hún hafði orðið fyrir frá 8 ára aldri af völdum einstaklings sem var náinn fjölskyldunni. Málið var fellt niður hjá ríkissaksóknara vegna ónógra sannanna og telur Sigrún að sönnunarbyrðin sé ekki réttlát í þessum málum.

Í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði MAN lýsir Sigrún áfallinu sem hún varð fyrir í kjölfar þess að dóttir hennar steig fram, en aðeins fjórum árum áður hafði hún misst eldri dóttur sína, 11 ára úr bráðaheilahimnubólgu. Maðurinn sem braut á dóttur hennar naut áður mikils traust hjá öllum meðlimum fjölskyldunnar en hann er þó ekki tengdur fjölskyldunni blóðböndum. Dóttir Sigrúnar greindi systur hennar og vinkonu fyrst frá ofbeldinu í bréfi og fékk Sigrún síðan fréttirnar frá þeim. „Ég viðurkenni að þegar ég sá þær koma að húsinu mínu var fyrsta hugsunin að einhver hefði dáið,“ segir hún.

Maðurinn var í kjölfarið kærður til lögreglu en Sigrún kveðst ánægð með hvernig tekið var á máli dóttur hennar hjá barnaverndarnefnd Garðabæjar og í Barnahúsi þar sem dóttir hennar var í viðtölum í tvö ár. „Ég lét einfaldlega leiða mig áfram í þessu ferli. Þetta var það síðasta sem ég átti von á og ég hafði ekki hugmynd um hvernig ég ætti að tækla þetta. Ég hugsaði með mér að ég ætlaði ekki á hnefanum í gegnum þetta og var því ákveðin í að fá fagfólk með mér í þetta.“

Eftir að málið var fellt niður hjá lögreglu kærði Sigrún niðurstöðuna. Í kjölfarið fór málið inn á borð ríkisaksóknara sem á endanum komst að sömu niðurstöðu. Við það er Sigrún ósátt.

„Aldrei var efast um sannleiksgildi frásagnar barnsins en það þarf miklar sannanir eins og réttarkerfið er uppbyggt í dag,“ segir hún en eftir áfallið þurfti hún að taka sér 8 mánaða leyfi frá vinnu sinni sem flugfreyja, meðal annars vegna gífurlegrar áfallastreituröskunar. Hún hefur unnið markvisst úr áfallinu síðan þá og fengið að eigin sögn mikla aðstoð, rétt eins og dóttir hennar.

„Við tókum snemma ákvörðun um að láta þennan mann ekki eyðileggja meira í lífi okkar en hann hafði þegar gert og vorum ákveðnar að horfa fram á við í lífinu.“

Viðtalið við Sigrúnu í heild sinni má finna í nýjasta tölublaði MAN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta