Guðni ánægður með Skálmöld

Forseti Íslands er mikill aðdáandi Skálmaldar
Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands er mikill aðdáandi Skálmaldar
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar frá því að hann tók við embættinu. Alþýðleg framkoma hans, hlýja og húmor hafa einfaldlega slegið í gegn. Guðna er því fyrirgefið þó að skoðanir hans í einstökum málum séu umdeildar. Til dæmis varð sú ámælisverða skoðun hans að ananas ætti ekki heima á flatbökum að alþjóðlegu fréttamáli. Á dögunum lýsti Guðni því yfir að hann hefði farið á tónleika með hljómsveitinni Skálmöld og skemmt sér dável. Hann klykkti síðan út með eftirfarandi setningu: „Ekki fer ég heldur ofan af því að Kvaðning er eitt besta rokklag allra tíma.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.