Ricky Gervais á leið til Íslands

Gervais heldur uppistand í Höpu 20. apríl næstkomandi.
Dagskráin Gervais heldur uppistand í Höpu 20. apríl næstkomandi.

Breski grínistinn Ricki Gervais mun halda uppistand í Hörpu þann 20. apríl næstkomandi. Gervais greinir sjálfur frá þessu á Facebook-síðu sinni. Langt er liðið síðan Gervais tróð síðast upp en hann hefur í áraraðir verið í hópi vinsælustu grínista heims.

Túrinn, sem ber yfirskriftina Humanity, hefst í Sheffield þann 3. apríl næstkomandi. Hann mun að mestu koma fram í Bretlandi en þó einnig í Bandaríkjunum, Danmörku, Hollandi og Svíþjóð.

Gervais sló eftirminnilega í gegn í bresku Office-þáttunum en síðan þá hefur hann komið fram í fjölda gamanmynda og sjónvarpsþátta. Hann hlaut Golden Globe-verðlaunin árið 2004 fyrir leik sinn í Office.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.