Ég trúi á kraftinn í ástinni

„Á fimm ára planinu er að ná að stunda rannsóknir meðfram vinnunni því það er svo margt sem þarf að gera aðgengilegt almenningi.“
Miðaldafræðingurinn „Á fimm ára planinu er að ná að stunda rannsóknir meðfram vinnunni því það er svo margt sem þarf að gera aðgengilegt almenningi.“
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Eva María Jónsdóttir hafði átt afar farsælan feril sem dagskrárgerðarmaður á RÚV þegar hún ákvað að söðla um og fara í bókmenntanám í Háskóla Íslands sem leiddi hana síðan inn í heim miðalda. Hún lauk meistaraprófi í miðaldafræðum frá Háskóla Íslands fyrir ári og starfar nú sem vef- og kynningarstjóri Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, auk þess sem hún sinnir fræðunum eftir mætti. Kolbrún Bergþórsdóttir hitti Evu Maríu og spurði hana meðal annars um fræðin, íslenskuna, fjölskyldulífið og trúna.

„Ég hætti á RÚV sumarið 2010. Þá var von á fjórðu dótturinni í heiminn og ég var búin að ákveða að fara í nám í miðaldafræðum meðfram barnauppeldi,“ segir Eva María. „Það var ekki erfið ákvörðun að hætta. Ég var komin í nýtt samband og mér fannst ég bera ábyrgð stórri fjölskyldu því á þessum tíma voru fjögur börn að koma nokkurn veginn ný inn í líf mitt; barn okkar Sigurpáls mannsins míns og þrjú börn sem ég þekkti ekki vel sem voru börnin hans og því stjúpbörn mín.

Vinna í sjónvarpi gerir kröfur til þess að maður vinni á alls konar tímum sem eru ekki endilega fjölskylduvænir. Það hentaði mér ekki lengur. Ég var líka búin að fá að gera nokkurn veginn allt sem stofnunin bauð upp á, á þeim tíma. Mig langaði til að vinna eftir langtímaplani og það er ekki gert í sjónvarpi hér, nema helst í leiknu efni sem var ekki mín deild. En menn sjá augljóslega hvað hægt er að ná fram miklum gæðum ef gerð eru plön til margra ára eins og raunin er með Fanga, sem þjóðin sameinaðist yfir undanfarnar vikur. Í almennri dagskrárgerð er hinsvegar yfirleitt unnið frá degi til dags, eða maður er með vikulegan þátt, en mig langaði helst að setja mér langtímamarkmið og vinna eftir því. Langtímamarkmið mitt var því að klára nám. Næsta langtímamarkmið er svo að upplifa að flytja inn í hús íslenskunnar á Melunum.“

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.