fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Fimm sniðugar staðreyndir um La La Land

Kristín Clausen
Föstudaginn 10. febrúar 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndaáhugafólk um allan heim hefur kolfallið fyrir söngleiknum La La land sem var nýverið tekin til sýninga í íslenskum bíóhúsum. Heilu fjölskyldurnar, saumaklúbbarnir og annarskonar vinahópar flykkjast í bíóhúsin til að sjá um hvað fólk er eiginlega að tala þegar það dásamar La La Land.

En hugmynd handritshöfundar La La Land var gera söngleik og færa yfir í nútímanlegri búning þar sem hlutirnir ganga ekki alltaf eins og til stóð. La La Land sópaði nýverið til sín Golden Globe verðlaunum og er sömuleiðis tilnefnd til fjölmagra óskarsverðlauna.

Hér að neðan má finna fimm skemmtilegar staðreyndir um La La Land.

1.Þetta er þriðja kvikmyndin sem Emma Stone og Ryan Gosling leika á móti hvort öðru. Fyrsta myndin sem þau léku saman í var „Crazy, Stupid Love“ frá árinu 2011. Þá léku þau saman í „Gangster Squad“ frá árinu 2013.

2.Áður en Stone og Gosling voru ráðin í hlutverkin voru þau eyrnamerkt Miles Teller og Emma Watson en hún hætti við til að leika Fríðu í kvikmyndinni um Fríðu og dýrið sem er væntanlega í kvikmyndahús á næstu vikum.

3.Titill myndarinnar hefur tvöfalda merkingu. Sögusvið söngleiksins er Los Angeles sem er oft kölluð La La Land. Þá þýðir La La Land draumkennt útópíu ástand sem einstaklingar komast í til að forðast raunveruleikann.

4.Það tók fimm ár fyrir La La Land að verða að veruleika og komast í sýningu. Höfundur söngleiksins, Damien Chazelle, fékk hugmyndina og skrifaði handritið árið 2010. Fáir höfðu trú á verkinu til að byrja með og engin stór stúdíó í Hollywood vildu kaupa handritið þar sem ekkert þekkt lag er í myndinni. Þá fjallar söngleikurinn um jazz sem á erfitt uppdráttar í tónlistarheiminum um þessar mundur.

5.Í La La land eru skírskotanir í marga af þekktustu söngleikjum allra tíma. það eru Dancing in The Rain, Grease, West Side Story og Moulin Rouge, svo eitthvað sé nefnt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar