Óska barnabarninu góðs gengis í vinnunni á hverjum degi: Myndband

„Þau eru svo stolt af mér“

Valerie og Wilson Ovenstone ásamt Rio.
Valerie og Wilson Ovenstone ásamt Rio.

Daglegar kveðjur eldri hjóna til barnabarns síns fara nú sem eldur í sinu um netheima og yljað fólki um hjartarætur víða um heim. Þau Valerie og Wilson Ovenstone búa í bænum Methil í Skotlandi og óska þau barnabarninu sínu, hinni 17 ára gömlu Rio Smith, góðs gengis í vinnunni á hverjum einasta degi. Kveðjurnar eru ekki mjög áberandi en mjög innilegar eins og Rio sýnir í myndbandi sem hún deildi á Twitter, en meira en 45 þúsund manns hafa deilt myndbandinu áfram.

Myndbandið er ekki langt og það þarf kannski að horfa á það nokkrum sinnum til að átta sig á kveðjunni. Ef horft er vel á bakgarðinn sem kemur fyrir rúmlega sekúndu inn í myndbandinu sést Wilson afi hennar veifa til hennar.
Rio tekur þennan strætisvagn í vinnuna á hverjum degi á sama tíma, vagninn fer fram hjá húsi afa hennar og ömmu og skiptast þau á að fara út í garð og vinka. „Þetta byrjaði þegar ég fékk mína fyrstu almennilegu vinnu. Þau eru svo stolt af mér og fara nú út í garð á hverjum morgni og veifa til mín með óskum um að mér gangi vel,“ segir Rio í samtali við Huffington Post

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.