fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Varð vegan fyrir heilsuna

Leikur sér í eldhúsinu yfir jólin – Hráfæðikokkur sem elskar eftirrétti

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 23. desember 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Líf Magnúsdóttir er 22 ára. Hún er sjálfstætt starfandi og vinnur að því að hjálpa fólki með heilsu og ráðgjöf til að ná persónulegum árangri. Lilja Líf hefur verið vegan í fjögur ár. Þegar hún var sextán ára fékk hún brennandi áhuga á hráfæði og hráfæðismatargerð. Í kjölfarið viðaði hún að sér alls konar vitneskju um mat og heilsu, hefur sótt ýmis námskeið og einnig haldið nokkur sjálf.

DV ræddi við Lilju Líf og fékk að vita hvað kom til að hún varð vegan, hvernig hefðbundin máltíð er hjá henni og hvað hún borðar yfir hátíðarnar.

Var að hugsa um heilsuna

Hvað kom til að þú ákvaðst að vera vegan?

„Ég vildi breyta um lífsstíl og sá heilsuna í þessu. Mig langaði að prófa að taka dýraafurðir úr fæðunni minni og sjá hvað það myndi gera fyrir mig. Mér leið svo ótrúlega vel eftir það að ég gat ekki snúið til baka. Ég er með mikið fæðuóþol þannig að taka dýraafurðir úr fæðunni hefur hjálpað mér að líða mikið betur. Ég næ að áorka mikið meiru dagsdaglega heldur en áður.“

Þá kemur þessi klassíska spurning sem þú hefur eflaust heyrt mörgum sinnum: Hvaðan færðu prótein?

„Það er ótrúlega góð spurning. Mér finnst gaman að spyrja fólk á móti hvaðan það heldur að górillan fái prótein. Því górillan fær próteinið sitt aðallega úr grasi, en það er nánast það eina sem hún borðar. Górillan borðar ekki önnur dýr og er ein sterkasta skepna jarðarinnar. Ég spurði sjálfa mig einnig þessarar spurningu; hvaðan í ósköpunum ég myndi fá prótein. Bróðir minn, sem er crossfit þjálfari, hafði áhyggjur af hvaðan ég myndi fá prótein þegar ég byrjaði að vera vegan. Síðan fór ég að lesa um þetta og lærði að ef manni er gefið réttu ensímin og maður setur saman réttar fæðutegundir þá getur líkaminn fengið prótein, jafnvel meira prótein en að borða kjöt. Ég fæ mér oft pollen, sem er býflugnaafurð, sumir segja það ekki vegan en ég tel það vera vegan. Þetta er blómafrjókorn og ég nota það til að vera viss um að ég sé að fá allar þær amínósýrur sem líkaminn þarf. Síðan eru til fullt af vegan próteinum fyrir þau sem eru mikið í ræktinni. Það eru einnig til fullt af ofurfæðum sem hafa bjargað fólki sem hefur þjást af næringarskorti, eins og spírulína.“

Stórt salat í kvöldmat

Hvernig er hefðbundin máltíð hjá þér?

„Í kvöldmat finnst mér rosalega gott að fá mér stórt salat með alls konar grænmeti. Eins og gúrku, tómat, papríku og ég set oft forsoðnar rauðrófur. Ég set einnig til dæmis baunir, hnetur og avókadó til að fá fitu. Mér finnst gaman að hafa salatið litríkt. Ég hef verið að gera salöt síðan ég veit ekki hvenær, þannig mér finnst mjög mikilvægt að hafa mjög góða dressingu. Margir kalla mig salat master því það skiptir ekki máli hvaða innihaldsefni ég hef fyrir framan mig. Ég næ alltaf að búa til gott salat.“

Leikur sér í eldhúsinu um jólin

Hvað borðar þú á jólunum?

„Ég vann einu sinni á Gló og þá bjó ég til hnetusteikur í eldhúsinu. Mér finnst þær mjög góðar en ég fæ mér hnetusteik yfirleitt ekki á aðfangadag. Frekar einhvern tíma yfir hátíðarnar. En þar sem ég er hráfæðikokkur og fór til Kaliforníu í hráfæðikokkanám, á þurrkofn heima og allar græjur til að búa til góða, næringaríka og bragðgóða vegan hráfæðirétti þá finnst mér gaman að prófa eitthvað nýtt yfir hátiðarnar, leika mér í eldhúsinu og búa til eitthvað skemmtilegt. Í fyrra bjó ég til bökur með botn sem var úr fræjum og hnetum og gerði fyllingu í bökurnar úr kasjúhnetum, grænmeti og alls konar gúmelaði. Þær heppnuðust mjög vel. Ég hef ekki enn ákveðið hvað ég ætla að borða í ár, það verður eitthvað rosa skemmtilegt og ég hlakka til að leika mér í eldhúsinu. Það kemur í ljós hvað það verður.“

Lilja hélt hráfæðikökunámskeið síðustu jól og þessi kaka sló í gegn.
Ástríðufull súkkulaðisprengja Lilja hélt hráfæðikökunámskeið síðustu jól og þessi kaka sló í gegn.

Uppskrift

Lilja Líf deilir með lesendum uppskrift sinni að gómsætri hráfæðisköku sem er tilvalin í eftirrétt á aðfangadag eða til að bjóða upp á í jólaboðum.

Ástríðufull súkkulaðisprengja

16 kökusneiðar eða 24 litla bita

23 sm smelluform, góður blandari, matvinnsluvél og mikil ást!

Botn:

4,5 dl eða 2 bollar kókosmjöl

2,5 dl eða 1 bolli möndlur

1/4 teskeið sjávarsalt

1 dl eða 1/2 bolli kakóduft eða karob (sætara en kakó) – Gerðu 50/50 ef þú þorir

2,5 dl eða 1 bolli mjúkar döðlur

Súkkulaðilag:

1 dl eða 1/2 bolli fljótandi kókosolía

1,5 dl eða 1/2 bolli hlynsýróp við stofuhita

1 bolli kakóduft eða karob (sætara en kakó) – Gerðu 50/50 ef þú þorir

6 steviu dropar eða 1 dl af hlynsýrópi til viðbótar

Fylling:

4,5 dl eða 2 bollar kókosrjómi (best að fá lífrænan kókosrjóma í dós)

3 dl eða 1 1/4 bolli kasjúhnetur lagðar í bleyti yfir nóttu (ca 8 klst)

1,5 dl eða 3/4 bolli hlynsýróp

1/4 teskeið sjávarsalt

1 matskeið vanilludropar


2 matskeiðar lecithin duft (bindiefnið í uppskriftinni)

1 dl eða 1/2 bolli kakósmjör, fljótandi


1 dl eða 1/2 bolli dökkt möndlusmjör

Súkkulaðisósa:

3,5 dl eða 1 3/4 bolli hlynsýróp, við stofuhita

3 dl eða 1 1/2 bolli kakóduft eða karobduft

3 matskeiðar fljótandi kókosolía

1 teskeið vanilludropar

1/6 teskeið sjávarsalt

Aðferð

  1. Fyrir botninn: Malið kókosmjöl í matvinnsluvél þar til áferðin er eins og púðursnjór. Bætið möndlum, kakódufti og salti við og blandið í stuttan tíma. Bætið einni döðlu í einu á meðan matvinnsluvélin er í gangi og þar til deigið helst allt saman. Þrýstið niður í 23 cm smelluform.

  2. Fyrir súkkulaðifyllinguna: Blandið öllum innihaldsefnum saman í skál og hellið yfir botninn.

  3. Fyrir fyllinguna; Blandið öllum innihaldsefnum saman í blandara (nema bindiefninu og möndlusmjörinu) þar til silkimjúkt. Bætið bindiefninu við og blandið vel. Setið helming af fyllingunni ofan í kökuformið. Blandið möndlusmjörinu saman við hinn helminginn af fyllingunni og bætið í kökuformið.

  4. Fyrir súkkulaðisósuna: Blandið öllum innihaldsefnum saman og búið til listaverk!

  5. Geymið kökuna inni í frysti eða ísskáp í a.m.k. 5 klst eða yfir nóttu. Leyfið kökunni að standa við stofuhita í 1-2 klst áður en hún er borin fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 9 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“