Mike Tyson fékk ekki að koma inn í landið

Hér má sjá Tyson í fylgd laganna varða í Chile.
Á flugvellinum Hér má sjá Tyson í fylgd laganna varða í Chile.
Mynd: A portion of this document contains content that is copyright GettyImages 2016.

Hnefaleikakappinn fyrrverandi Mike Tyson lenti í miður skemmtilegri uppákomu þegar hann hugðist heimsækja Suður-Ameríkulandið Chile á dögunum.

Segja má að Tyson hafi fengið rothögg strax við komuna til landsins því honum var snúið við og sendur beinustu leið aftur til Bandaríkjanna. Ástæðan er sú að Tyson er á sakaskrá en hann afplánaði þrjú ár í fangelsi árið 1992 fyrir nauðgun.

Samkvæmt frétt TMZ var Tyson á leið til Chile til að taka þátt í sjónvarpsþætti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.