fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Starri: „Það var þöggun sem raunverulega drap móður mína“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 19. október 2017 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var þöggun sem raunverulega drap móður mína og ég skammast mín fyrir að vera partur af vandamálinu.“ Þetta ritar Starri Hauksson í pistli á Facebooksíðu sinni sem fengið hefur mikil viðbrögð. Færsluna birtir Starri undir myllumerkingu #ihave en undanfarna sólarhringa hafa þónokkrir íslenskir karlmenn birt færslur undir myllumerkinu þar sem þeir viðurkenna að hafa gert á hlut kvenna í gegnum tíðina.

Mylumerkið #ihave varð til í kjölfar þess að þúsundir kvenna deildu sögum kynferðisáreiti og kynferðisofbeldi undir #myllumerkinu #metoo. Í kjölfarið voru margir sem hvöttu karlmenn til að stíga inn í umræðuna og axla ábyrgð á hinu mikla samfélagsmeini.

Starri er annar af rekstraraðilum Gauksins auk þess að vera leikritskáld en hann hefur áður vakið athygli fyrir skrif sín á samfélagsmiðlinum. Í pistlinum bendir Starri á það hvernig karlmenn hafa alist upp í samfélagi þar sem níðrandi hegðun í garð kvenna er nánast sjálfsögð.

„Ég ólst upp í umhverfi sem að hvatti til áreitis og kallaði það veiðieðli.

Ég vann og vinn í veitingageiranum þar sem að það þótti eðlilegt að vissar starfs stéttir væru alltaf grófari en aðrar og það átti bara að horfa framhjá því sem gerðist í eldhúsinu,“

ritar Starri og bætir við það hafi ekki verið fyrr en fyrir örfáum árum að hann fór að gera sér grein fyrir hvað mörk raunverulega væru. Enn í dag sé hann að læra og kveðst hann hafa þurft að temja sér ýmsar nýjar venjur.

„Ég lærði ekkert fyrr en ég prufaði að hlusta í stað þess að svara, það er mér ennþá oft mjög erfitt.“

Starri kveðst sjálfur hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi en telur það ekki sambærilegt við það að á meðan þurfi vinkonur hans að horfast í augu við kynbundið ofbeldi nánast daglega.

„Kynferðisofbeldi sem ég hef orðið fyrir getur ekki sett mig í spor vinkvenna minna sem að lifa við áreiti frá því fyrir kynþroska; og svo viðvarandi áreiti fram á grafarbakkan -eða þar til þær verða svo gamlar að við felum þær inn á stofnun rétt fyrir dauðann. Sennilega eru þær ekki einusinni öruggar þar.

Ég horfi með auðmýkt sorg og hryllingi, án þess þó að það komi mér á óvart -á millumerkið metoo hjá vinkonum mínum. Ég á nefnilega litla dóttur og vona að hún fái betra samfélag en það sem ég ólst upp í,“

ritar Starri að lokum og kveðst vonast til þess að einn daginn verði umræðan orðin svo opin að ekki þurfi lengur myllumerki til að koma á breytingum.

„Ég vonast til að það verði til samræða milli fólks, ekki milli kynja þar sem að við lærum hvert af öðru, þannig verði til heimur þar sem að svona millumerki heyri sögunni til, eina sem ég get gert í dag er að gangast við því að ég hef bæði meðvitað og sennilega oftar en ég veit verið partur af vandamálinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta