fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Ragga Eiríks fræðir karlmenn um kynlíf: Vill hjálpa fólki að komast úr myrku horni fordóma og fáfræði

„Alls ekki mitt markmið að allir fari að stunda BDSM upp um alla veggi í fjölelskandi samböndum“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 16. október 2017 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Eiríks er hjúkrunarfræðingur með meiru. Hún hefur í nær tvo áratugi skrifað, talað og fjallað um kynlíf á fyrirlestrum, á námskeiðum og í fjölmiðlum. Hún starfar sem geðhjúkrunarfræðingur hjá Tækniskólanum í hálfu starfi. Hún er einnig með einstaklingsráðgjöf á stofu einn dag í viku hjá Áfalla- og Sálfræðimiðstöðinni og skrifar greinar fyrir Man.

Ragga hefur áður haldið námskeið fyrir konur um kynlíf en heldur nú í fyrsta skipti námskeiðið „Karlar og kynlíf.“ Námskeiðið er fyrir karla sem eru kynferðislega spenntir fyrir konum.

„Kynlíf er svo spennandi og skemmtilegt því það er hægt að skoða það út frá svo mörgum hliðum, og það er endalaust hægt að vaxa og þróast sem kynvera,“ segir Ragga Eiríks.

Meðal umfjöllunarefna á námskeiðinu er kynorkan, fullnægingin hennar, líffærafræði kynfæranna, B-bletturinn og G-bletturinn. Hægt er að lesa nánar um námskeiðið á Facebook síðu Karlar og kynlíf.

DV ræddi við Röggu Eiríks og spurðist fyrir um námskeiðið.

Hvað kom til að þú ákvaðst að vera með námskeiðið?

„Ég fór aftur af stað með námskeiðin mín Konur og kynlíf núna í haust, og í aðdragandanum fékk ég alltaf fleiri og fleiri fyrirspurnir um það hvort ekki væri kominn tími á námskeið fyrir karla. Mér hefur hingað til þótt afskaplega eðlilegt að hafa sterkari fókus á konur – enda er ég sjálf kona og hef meira spáð í kynlíf þeirra. En núna var einfaldlega rétti tíminn, pressan orðin nógu mikil og greinilega áhugi meðal karlmanna.“

Út á hvað gengur námskeiðið?

„Umræðuefnin á námskeiðinu fjalla bæði um karlmenn og konur. Ég ákvað að beina því til karla sem eru kynferðislega spenntir fyrir konum. Á konunámskeiðinu skiptir kynhneigð ekki máli – en ég ákvað að nálgast karlana á annan hátt. Við fjöllum um hluti sem tengjast líffæra- og lífeðlisfræði kynfæra og kynlífs, samskipti, sjálfsmyndina, sambönd, þarfir og mörk, kynlífsleikföng, tippastærð, daður og blöðruhálskirtilinn – svo fátt eitt sé nefnt. Kynlíf er svo spennandi og skemmtilegt því það er hægt að skoða það út frá svo mörgum hliðum, og það er endalaust hægt að vaxa og þróast sem kynvera. Námskeiðið snýst um þetta, að sækja sér meiri þekkingu og styrk til að njóta kynlífs enn betur og verða í leiðinni miklu betri elskhugar.“

Eru margir karlmenn búnir að sækja um?

„Ég setti facebook síðuna Karlar og kynlííf í loftið á föstudaginn og skráningar voru strax farnar að berast. Það er eðlilegt að þurfa að hugsa sig aðeins um, en byrjunin er frábær og ég hlakka til að hitta fyrsta hópinn minn í byrjun desember.“

Er meiri feimni meðal karlmanna en kvenmanna að ræða um kynlíf á fræðandi hátt?

„Þó að ég hafi ekki haldið námskeið fyrir karlmenn áður, hef ég haldið fyrirlestra í karlahópum, og já, samkvæmt minni reynslu þarf nálgunin að vera dálítið önnur. Ég held að karlmenn veigri sér frekar við því að viðurkenna að þá langi að læra meira – að þeir kunni ekki allt. Auðvitað er það galin krafa að karlar eigi að kunna eitthvað meira í kynlífi. Samfélagslega pressan er mikil, þeir eiga alltaf að vera í einhvers konar óseðjandi sókn sem er sömuleiðis fáránleg tilætlunarsemi. Þetta sjáum við í poppmenningunni nánast hvert sem litið er. Kynvitund karlmanna birtist okkur líka ítrekað í mjög neikvæðu ljósi í fjölmiðlum og það er kominn tími til að fjalla um það jákvæða og heilbrigða í kynlíf karlmanna. Námskeiðið mitt breytir kannski ekki heiminum, en það verður alla vega skref í góða átt fyrir þá stráka sem mæta.“

Hvernig gekk námskeiðið Konur og Kynlíf?

„Fyrsta námskeið haustsins er að baki. Það gekk frábærlega og hópurinn var æði. Kvennanámskeiðin halda áfram, bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og svo er ég á leið til Akureyrar með það. Framhaldsnámskeið er líka á teikniborðinu en á því verður fjallað meira um möguleikana og ævintýrin sem kynlíf býður okkur upp á.“

Hver eru skilaboðin sem þú vilt miðla áfram með þessum námskeiðum um kynlíf?

„Ég er alltaf að vinna að því sama í minni umfjöllun um kynlíf. Að hjálpa fólki að komast úr myrku horni fordóma og fáfræði yfir í ljósið þar sem kynlífsjákvæðni og umburðarlyndi er ríkjandi. Ég veit að þeir hlutir sem ég fjalla um henta ekki öllum, og það er alls ekki markmið mitt að allir fari að stunda BDSM upp um alla veggi í fjölelskandi samböndum. Umburðarlyndi er hins vegar allt annað mál. Á einstaklingsgrunni vil ég auka þekkingu og sátt fólks við kynvitund sína, gera það hæfara til að tjá þarfir sínar og mörk í samböndum og þar af leiðandi auka líkurnar á góðu og fullnægjandi kynlífi.“

Hvað er framhaldið hjá þér?

„Ég sinni minni vinnu sem geðhjúkka Tækniskólans í hálfu starfi, þar sem ég aðstoða nemendur sem stríða við ýmiss konar vandamál. Ég er líka komin með einstaklingsráðgjöf á stofu einn dag í viku hjá Áfalla- og Sálfræðimiðstöðinni. Þeir sem vilja panta tíma geta gert það með því að senda tölvupóst á raggaeiriks@asm.is. Svo skrifa ég greinar fyrir Man og reyni að tjilla sem allra mest á milli atriða. Námskeiðin munu halda áfram svo lengi sem fólk vill mæta og mér finnst skemmtilegt að halda þau.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta