fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Hörður er góður vinur skipverjanna á Polar Nanoq

Fór síðast um borð á fimmtudaginn

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 18. janúar 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er búinn að vera í áfalli yfir hvarfi þessarar ungu konu. Við það bætist líka óþægindatilfinning þegar þetta er svona nálægt manni,“ segir Hörður Björgvinsson, fyrrverandi leigubílstjóri, sem þekkir áhöfnina á Polar Nanoq mjög vel.

Hörður fór síðast um borð í frystitogarann síðastliðinn fimmtudaginn til að hitta Færeyingana sem sigldu skipinu til Íslands í síðustu viku. Þegar Hörður kom um borð voru Grænlendingarnir ókomnir. Þeir komu, hver úr sinni áttinni, með flugi til Íslands að kvöldi fimmtudags og á föstudaginn. Hörður gefur hér lesendum DV örlitla innsýn inn í lífið um borð og tengsl sín við skipverjanna.

Mynd: Hörður Björgvinsson

Góður vinur skipverjanna

Á meðan Hörður starfaði enn sem leigubílstjóri þjónustaði hann áhöfn Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn.

„Ætli ég hafi ekki kynnst þeim árið 2003. Þetta eru nánast alltaf sömu mennirnir. Þá er ég að tala Færeyingana, þeir eru allir mjög nánir vinir mínir. Það hafa verið meiri mannabreytingar hjá Grænlendingunum. Ég þekki þá ágætlega og hef í raun og veru ekkert nema gott um þá að segja.“

Meðal verkefna Harðar sem tengdust áhöfn togarans, áður en hann hætti að keyra, var að sjá um akstur við áhafnaskipti, skutla skipverjum til læknis og aðstoða þá í ýmiskonar erindagjörðum á meðan þeir voru í landi.“

„Ætli ég hafi ekki kynnst þeim árið 2003.“

Eftir að Hörður komst á eftirlaunaaldur og hætti að keyra leigubíl hefur hann þó vanið komur sínar og kíkir yfirleitt í heimsókn um borð þegar skipið er í Hafnarfjarðarhöfn.

„Ég fór síðast um borð á fimmtudaginn. Þá voru Grænlendingarnir ekki komnir. Togarinn kom til Íslands til að taka grænlensku áhöfnina upp í og sækja pappaöskjur undir fiskinn sem er verkaður um borð. Það er heilt frystihús þarna niðri og Grænlendingarnir eru aðallega í þeim störfum.“

Hörður segir að skipstjórinn, stýrimennirnir, vélstjórarnir og kokkurinn séu allir Færeyingar. Grænlendingarnir eru flestir hásetar og að megninu til starfsmenn í fiskvinnslunni sem er um borð.

„Það eru allir í áfalli yfir hvarfi þessarar konu. Ég vona svo innilega að hún finnst sem allra fyrst og málið verði upplýst.“

óhugnanlegt mál

Þegar talið berst að Birnu Brjánsdóttur og mögulegum tengslum á hvarfi hennar við áhöfn Polar Nanoq breytist tóninn í Herði sem verður meyr og áhyggjufullur. „Það eru allir í áfalli yfir hvarfi þessarar konu. Ég vona svo innilega að hún finnst sem allra fyrst og málið verði upplýst.“

Þá viðurkennir Hörður að ýmsar tilfinningar hafi bærst í honum frá því að lögreglan rakti rauðu Kia bifreiðina til Grænlendinganna.

„Það kemur önnur tilfinning líka til viðbótar þegar eitthvað skeður sem er svona nálægt manni. Það kemur við hjartað á manni á annan hátt. Þetta er óhugnanlegt og ég, líkt og allir aðrir, vil að málið upplýsist hvernig svo sem það er í pottinn búið.“

Sá tengslin fyrst á netinu

Mynd: Úr einkasafni

Hörður fékk fyrst fregnir af því að lögreglan væri að skoða áhöfnina í tengslum við hvarf Birnu í gegnum fjölmiðla. „Ég var bara hérna heima og sá þetta á netinu.“

Hann kveðst ekki hafa heyrt í skipverjum eftir að málið kom upp en í gær fékk hann símtal frá manni sem er í hinni áhöfninni. Polar Nanoq er úti í tvo mánuði í senn áður en skipt er um áhöfn.

„Vinur minn sem er í hinni áhöfninni hringdi í mig vegna þess að hann sá íslensku fréttirnar og skyldi ekki almennilega hvað væri í gangi. Hann skyldi ekki tengslin á milli togarans og mannshvarfsins. Ég útskýrði fyrir honum hvernig þeir tengdust þessari rannsókn, og rakti fyrir hann atburðarrás síðustu dag. Þá sagði ég honum að Grænlendingarnir hefðu leigt bíl sem lögreglan lýsti eftir í tengslum við rannsóknina. Hann er auðvitað í sjokki yfir þessu, alveg eins og ég.“

Vill að Birna finnist

Mynd: DV ehf – Sigtryggur Ari

Hörður telur að samgangurinn um borð á milli Færeyinganna og Grænlendingana sé nokkuð mikill. „Þeir borða saman og svona. Það virðist vera góður félagsskapur á milli allra. Grænlendingarnir eru samt ekki með vistarverur á sömu hæð í skipinu.“

Inntur svara við því hver hans tilfinning er gangvart þessum mönnum og meintum tengslum þeirra við hvarf Birnu segir Hörður:

„Þetta eru bara menn sem ég þekki. Maður á bágt með að trúa einhverju jafn hrottalegu upp á einhvern sem maður þekkir bara af góðu. En að sama skapi legg ég áherslu á að málið upplýsist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta