fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

La La Land sigurvegari á Golden Globe

Deilt á Donald Trump í sigurræðum

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 12. janúar 2017 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvamyndin La La Land hlaut flest verðlaun á Golden Globe-verðlaunahátíðinni síðastliðinn sunnudag. Myndin var tilnefnd til sjö verðlauna og hlaut þau öll. Emma Stone og Ryan Gosling hlutu verðlaun fyrir leik sinn, myndin var valin sú besta í flokki gaman- og söngvamynda og hlaut verðlaun fyrir leikstjórn, auk annarra verðlauna, þar á meðal fyrir tónlist.

Besta dramamyndin var valin Moonlight og Casey Affleck var besti dramaleikarinn í myndinni Manchester by the Sea. Hin franska Isabelle Huppert var valin besta dramaleikkonan í myndinni Elle en þar leikur hún konu sem er nauðgað og hyggur á hefndir. Leikkonan hefur sankað að sér verðlaunum fyrir leik sinn í myndinni. Myndin hlaut einnig verðlaun sem besta erlenda myndin. Afar líklegt má telja að Elle hreppi einnig Óskarsverðlaun sem besta erlenda myndin.

Orðinn heimsfrægur fyrir hlutverk sitt í Næturverðinum.
Tom Hiddleston Orðinn heimsfrægur fyrir hlutverk sitt í Næturverðinum.
Flutti snjalla þakkarræðu.
Hugh Laurie Flutti snjalla þakkarræðu.

Þrír leikarar bresku sjónvarpsþáttaraðarinnar Næturvörðurinn hlutu Golden Globe: Tom Hiddleston, Hugh Laurie og Olivia Colman. Í snjallri þakkarræðu sinni gerði Laurie grín að Donald Trump og meintri útlendingaandúð hans. Meryl Streep, sem hlaut heiðursverðlaun Cecil de Mille fyrir ævistarf sitt eyddi miklu púðri á Trump í ræðu sinni. Viðbrögðin voru á þann veg að engum ætti að dyljast að Trump á sér formælendur fáa í Hollywood.

Þessi dáða leikkona var heiðruð fyrir lífsstarf sitt.
Meryl Streep Þessi dáða leikkona var heiðruð fyrir lífsstarf sitt.

The Crown var valin besta sjónvarpsþáttaröðin og Claire Foy fékk verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum en þar fer hún með hlutverk Elísabetar Englandsdrottningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar