fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Norðmenn ósáttir við frammistöðu Bieber á tónleikum í Oslo

Getur þú ekki einu sinni þóst vera að syngja?

Kristín Clausen
Mánudaginn 26. september 2016 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðið laugardagskvöld voru samtals 46 þúsund aðdáendur Justin Bieber mættir á tónleika poppstjörnunnar á Telenor leikvanginum í Oslo.

Norðmenn eru vægast sagt mjög ósáttir við frammistöðu Bieber á tónleikunum. Á vefhluta norska fljölmiðilsins TV2 segir að Bieber hafi verið hálfsofandi á meðan allir aðrir á sviðinu gáfu allt sitt í tónleikana.

Þá segja gagnrýnendur að þegar hann sagði yfir fjöldann að kvöldið væri sérstakt, lífið til þess gert að lifa því til fullnustu og að hann væri þakklátur fyrir að fólk hafi gefið sér tíma til að mæta á tónleikana að hann væri að fara með þaulæfða rullu sem hann væri búinn að fara með einum of oft.

Þá eru margir aðdáendur Bieber ósáttir við hversu mikið af tónleikunum hann „mæmaði.“ Það er sambærilegt því sem margir íslenskir aðdáendur Bieber sögðu eftir tónleikana í Kórnum fyrr í september.

Þá segir í fréttinni að Bieber hafi ekki einu sinni reynt að hafa fyrir því að þykjast vera að syngja.

Þess í stað hafi hann verið með míkrófóninn langt frá andlitinu stóran hluta tónleikanna á meðan rödd hans hljómaði um tónleikahöllina.

Frétt TV2 endar á þessum orðum:

„Bieber, ertu búinn að gleyma því af hverju þú ert listamaður?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar