fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Yngsti prestur Þjóðkirkjunnar

Auður Ösp
Þriðjudaginn 30. ágúst 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Stefánsson guðfræðingur var á dögunum ráðinn prestur við Landakirkju, Vestmannaeyjaprestakalli. Viðar er 26 ára gamall og má því leiða líkur að því að Viðar sé einn sá yngsti sem gegnt hefur prestsembætti hér á landi.

Eyjafréttir greindu fyrst frá ráðningu Viðars en hann hefur undanfarna mánuði starfað sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ. Þá leggur hann stund á sálgæslufræði á framhaldsstigi hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Í samtali við blaðmann DV segir Viðar nýja starfið leggjast vel í sig. „Ég er spenntur fyrir vetrinum. Ég vona bara að mínir starfskraftar muni nýtast sem best.“

Hann kveðst ætíð hafa sett stefnuna á að verða prestur. „Það lá alltaf beinast við. Eftir menntaskólann fór ég strax í guðfræðina, þá 19 ára gamall,“ segir hann og bætir við að guðfræðinámið hafi reynst honum góður grunnur.

„Guðfræðin er mjög víðfeðm grein sem snertir á mörgum hliðum samfélagsins. Samnemendur mínir voru á öllum aldri og með mjög mismunandi bakgrunn.“

Þá bendir Viðar á að á árum áður vígðust prestar gjarnan fyrr til þjónustu en nú, aðallega vegna þess að þá var prestaskortur í landinu öfugt við núna, þannig að það var algengara áður að fólk fékk vígslu í kringum minn aldur og jafnvel yngra. „Hins vegar er sannarlega rétt að ég er með þeim yngri sem þjóna núna og verð sennilega yngsti prestur Þjóðkirkjunnar og er vissulega með þeim yngstu þegar litið er til síðustu 5 til 10 ára.“

Viðar segir náms- og starfsvalið hafa komið nokkrum vina hans á óvart.

„En flestum leist mjög vel á það og töluðu jafnvel um að það hafi alls ekki komið þeim á óvart. Það eina sem breytist kannski er að guðfræðilegir brandarar verða fyrirferðameiri en venjulega en þó er það svo að tengslin og samskiptin í vinahópnum breytast lítið sem ekkert, ekkert fremur kannski en aðrar starfsstéttir. Einnig má benda á að margir af mínum vinum voru samnemendur mínir í guðfræðideildinni og sumir hverjir orðnir prestar og það er sannarlega tilhlökkunarefni að vinna saman að sameiginlegu markmiði í framtíðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta