fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Hringdi sjálf í lögreglu: „Þetta er dóttir mín sem þið eruð að lýsa eftir. Þið verðið að ná henni áður en hún sleppur“

Segir margt undarlegt við bandarískt réttarkerfi – Sandra hlaut dóm fyrir vopnaburð þrátt fyrir að hafa ekki verið með vopn á sér

Auður Ösp
Laugardaginn 27. ágúst 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Okkur var bara tjáð hvað eftir annað að hans mál hefði ekkert með hennar mál að gera af því að það hafði ekki verið dæmt í hans máli. Það hefði breytt heilmiklu ef það hefði verið gert. En hann var „innocent until proven quilty“ segir Margrét Fenton, móðir Söndru Sigrúnar sem hlaut 37 ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum vegna tveggja bankarána sem hún framdi árið 2013. Sandra hefur ætíð haldið því fram að heróínsalinn hennar, sem sá um að keyra flóttabílinn, hafi þvingað hana til verknaðarins með því að hóta henni og fjölskyldu hennar lífláti. Margrét, eða Magga eins og hún er ætíð kölluð, segir enga ástæðu til draga það í efa.

Fjölskyldan er gríðarlega ósátt við hvernig mál Söndru var meðhöndlað fyrir dómstólum og segir Magga bandarískt réttarkerfi vera eins og völundarhús sem ómögulegt sé að átta sig á. Sandra var til að mynda dæmd fyrir vopnaburð þó svo ekkert vopn hafi verið til staðar.

Hér fyrir neðan má finna brot úr viðtalinu við Möggu en viðtalið í heild sinni má finna í helgarblaði DV

Tvö rán á einum degi

Bandarískir fréttamiðlar greindu frá því þann 13. ágúst 2013 að ung kona hefði gengið inn í útibú banka í hafnarborginni Norfolk í Virginíu, krafið gjaldkerann um peninga og gefið í skyn að hún væri með vopn. Hún hafi flúið út með peningana þar sem 33 ára karlmaður beið fyrir utan á flóttabíl. Þau hefðu síðan keyrt yfir til Chesapeake-borgar og rænt þar annan banka á sama hátt. Umrædd kona var Sandra Sigrún. Bílstjórinn var heróínsalinn hennar, maður að nafni Duane P Goodson.

Síðla parts þennan sama dag hringdi eldri dóttur Möggu í hana og sagði henni að kveikja á sjónvarpinu. Þar blöstu við upptökur úr öryggismyndavélum bankans í Norfolk. Það var ekki um að villast hver var þar á ferð.

Upptökur úr eftirlitsmyndavélum bankans í Norfolk birtust í bandarískum fjölmiðlum.
Upptökur úr eftirlitsmyndavélum bankans í Norfolk birtust í bandarískum fjölmiðlum.

„Ég vissi þá hvar Sandra var því þennan dag átti hún bókaðan tíma hjá skilorðsfulltrúa í dómshúsi borgarinnar og pabbi hennar og strákurinn hennar voru þar með henni. Ég hringdi á lögregluna og sagði þeim einfaldlega: „Þetta er dóttir mín sem þið eruð að lýsa eftir. Þið verið að fara núna og ná henni áður en hún sleppur.“

Sandra hefur ætíð haldið því fram að pilturinn hafi þvingað hana til verknaðarins. Ekki er við annað að styðjast en hennar frásögn og segir Magga enga ástæðu til að draga það í efa. Hann hafði sem fyrr segir séð um að útvega Söndru heróín og segir Magga hann hafa haldið Söndru í heljargreipum, líkt og alkunna er með dópsala og langt leidda fíkla. „Hann var með það sem hún vildi fá og auðvitað notaði hann það óspart til að fá hana til að gera hitt og þetta.

„Þetta er dóttir mín sem þið eruð að lýsa eftir. Þið verðið að fara núna og ná henni áður en hún sleppur.“

Eftir því sem ég veit þá hringir hann í hana þennan dag og segir henni að hann þurfi á henni að halda í leiðangur og hún eigi að koma með honum. Hún var alltaf hrædd við hann og treysti honum ekki en lét þó undan. Þegar hún kemur út í bíl leggur hann byssu upp að eyranu á henni og segir við hana að ef hún geri ekki það sem hann segi þá muni hann drepa okkur og strákinn hennar.“

Magga hefur aldrei fengið að vita hversu há ránsupphæðin var. „Ég veit bara að hann tók allan peninginn og henti síðan í hana einhverjum 20 dollurum. Þegar lögreglan náði henni var hún ekki með neitt á sér. Hann náðist hins vegar annars staðar með allan peninginn og tvær byssur að auki.

Margir ákæruliðir

Mál Söndru og Goodson voru aðskilin fyrir dómi. Þau voru dæmd hvort í sínu lagi, án þess að aðild þeirra beggja kæmi við sögu. Var Sandra ákærð fyrir rán, samráð um að fremja rán, notkun skotvopns í glæpsamlegum tilgangi og skotvopnaeign í ólöglegum tilgangi – þó svo að hún hefði hvergi notast við skotvopn eða verið með það á sér. Ekki var dæmt í máli Goodson fyrr en eftir að dómur hafði fallið í málum Söndru. Þar játaði hann á sig allan verknaðinn; að hafa skipulagt ránið og keyrt bílinn. Það breytti engu fyrir mál Söndru sem var sakfelld fyrir alla ákæruliðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta