fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Bush og Obama yrðu handteknir

Ef Guðrún Margrét ætti annað líf

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. ágúst 2016 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, doktorsnemi í mannfræði, er ekki í nokkrum vafa um hlutverkið sem hún kysi sér í öðru lífi. Hún mundi vilja vera forseti Bandaríkjanna og gera gangskör í ýmsum málefnum sem varða mannréttindi og frið á jörðu. Svona yrði annað líf Guðrúnar Margrétar:

„Í embætti forseta Bandaríkjanna yrði það mitt fyrsta verk að loka Gvantanamó-fangelsinu og sjá til þess að föngum yrði sleppt og greiddar himinháar skaðabætur fyrir ranglætið sem þeir hafa þurft að sæta. Næst mundi ég láta handtaka Bush og félaga fyrir stríðsglæpi gegn mannkyninu, til að mynda ólögmæta innrás í Írak á upplognum forsendum.

Obama yrði líka handtekinn fyrir drónastríðið, hreinar aftökur á grunuðum ódæðismönnum lang í burtu, án dóms og laga í löndum þar sem Bandaríkin eru ekki einu sinni í formlegu stríði.

Þar næst hringi ég í forseta Ísrael, Netanjahú, segi honum til syndanna og tilkynni stjórnmála- og viðskiptabann sem verði sett á Ísrael þar til allir íbúar, bæði Ísraelar eða Palestínumenn, verði jafnréttháir.

Japana mundi ég biðja auðmjúklega afsökunar á Nakasaki og Hiroshima, Filippseyinga, Víetnama og alla þá sem hafa þjáðst vegna stríðsreksturs Bandaríkjanna.

Chelsea Manning verður náðuð og Edward Snowden gefnar upp sakir og þau gerð að þjóðhetjum ásamt öllum hinum hugrökku uppljóstrurum um yfirgang, ofbeldi og njósnir hins opinbera.

Ég mun næst hóa saman eðalfólki til að vinda ofan af Stríðinu gegn hryðjuverkum og skelfilegum afleiðingum þess, rjúfa tengslin á milli Wall Street, stóru fjölmiðlafyrirtækjanna og hergagnaiðnaðarins, skattleggja auðmenn og dæla peningum í velferðarkerfið og friðarumleitanir. Já, og svo margt fleira.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta