fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

„Besti leikari landsins, magnaður sögumaður og eftirherma“: Fjölmargir minnast Þráins

Auður Ösp
Þriðjudaginn 31. maí 2016 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Þráinn Karlsson var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í gær. Í gegnum ævina fór hann með fjölda hlutverka í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum, auk þess að koma að stofnun Alþýðuleikhússins og vera einn helsti máttarstólpi Leikfélags Akureyrar. Ljóst er að hann var elskaður og dáður af samferðamönnum sínum, sem minnast hans með mikilli hlýju.

Guðjón Davíð Karlsson leikari, betur þekktur sem Gói segir það hafa verið forréttindi að fá að starfa með Þráinn hjá Leikfélagi Akureyrar, strax eftir útskrift úr leiklistarnámi. „Hann tók mér opnum örmum og leiddi mig fyrstu skrefin mín í heimi leikhússins. Þráinn var Leikfélagið, stoð þess og stytta. Stóð með félaginu í gegnum súrt og sætt,“ rifjar hann upp í færslu á Facebook.

Hann segir það hafa verið unun að horfa á Þráinn vinna. „Hann hafði svo næma tilfinningu fyrir texta. Sama hver rullan var, stór eða lítil, alltaf sýndi Þráinn persónu sinni virðingu og gaf henni líf. Hann var hógvær og gaf mikið af sér. Hjálpaði okkur ungu leikurunum og hafði notalega nærveru. Alltaf átti hann góðar ráðleggingar í handraðanum.“ Guðjón bætir við að Þráinn hafi verið sannur listamaður. „Það var sama hvað hann gerði, lék, teiknaði eða smíðaði. Allt varð að listaverki.“

Fjölmargir vinir og samstarfsmenn minnast Þráins í minningargreinum sem birtust í Morgunblaðinu í gær. Saga Jónsdóttir leikkona rifjar þar upp sín fyrstu kynni af leikaranum ástsæla, en þá var hún 9 ára og hann 18 ára. Tóku þau bæði þátt í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Gullna Hliðinu. Hann var alveg einstaklega natinn við okkur ungu stúlkurnar, sem þurftum að bíða alllengi eftir að komast á svið. Hann nennti að spjalla við okkur og segja okkur sögur og var keppikefli að ná því að sitja í fangi hans á meðan. Við horfðum á hann með stjörnur í augum og aðdáunin
var ósvikin.“

Böðvar Guðmundsson rithöfundur rifjar upp eftirminnilegt atvik frá árinu 1974 þar sem hann fór með hópi fólks úr Reykjavík til Akureryar að sjá uppfærslu á leikritinu Hananinn hárprúði, en þar fór Þráinn með hlutverk. Í hópnum var meðal Vigdís Finnbogadóttir sem þá var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur. Þetta var mjög góð sýning og góðir leikarar en einn leikarinn gerði mig næstum alveg klumsa. Ég sat við hlið Vigdísar og gat ekki orða bundist í miðri sýningu. „Hver er þetta eiginlega,“ hvíslaði ég í fáfræði minni og Vigdís svaraði: „Veistu það ekki? Þetta er besti leikari landsins.“ Þarna sá ég sem sagt Þráinn Karlsson á sviði í fyrsta sinn.“

Kollegi Arnars úr leikarastétt, Arnar Jónsson og eiginkona hans,Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og fyrrum þingkona segja tómarúmið sem Þráinn skilji eftir sig vera stórt og vandfyllt. „Hann var magnaður sögumaður og eftirherma og hafði lag á að gæða atburði og fólk sprúðlandi lífi,“ segja þau og bæta við.

„Allt varð honum söguefni. Oft var hláturinn upp á fleiri vasa-klúta, eins og Þráinn sagði gjarnan. En dýpsta alvara var auðvitað líka með í för. Manneskjan í öllum sínum margbreytileika eins og hún birtist okkur í lífinu og leikhúsinu skoðuð og skilgreind og stjórnmálin bar oft á góma.“

Þá rifjar Magnús Geir Þórðarsson útvarpsstjóri upp fyrsta daginn sinn sem leikhússstjóri Leikfélags Akureyrar. Gekk hann upp stigagang með rauðu teppi í Samkomuhúsinu og það marraði í tröppunum.

„Ég gekk inn á kaffistofuna og þar sat Þráinn með naglbít í hendi og klauf sykurmola í litla skál á sófaborðinu. Hann brosti breitt og sagði hressilega með sinni miklu en þýðu rödd: „Sæll vinur minn, sestu nú hérna hjá mér og fáðu þér kaffisopa.“ Þannig hófst samstarf og vináttasem átti eftir að vaxa og verða mér ómetanleg. Við áttum eftir að drekka ófáa kaffibolla saman og ég þáði ótal sykurmola þótt ég væri ekkert gefinn fyrir sykur í kaffið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta