fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Landsliðskona segir umfjöllun um kvennaknattspyrnu „sorglega litla“: „Áhuginn er einfaldlega ekki til staðar“

„Umhverfið sýndi mér að mín vinna var einfaldlega ekki jafn mikilvæg“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 3. maí 2016 18:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekki spurning að það þarf að standa mun betur að þessum málum,“ segir Hallbera Guðný Gísladóttir leikmaður Breiðabliks og landsliðskona í fótbolta en hún segir gagnrýnisvert hversu litla umfjöllun íslensk kvennaknattspyrna fær í fjölmiðlum. Það skili sér í minni áhuga almennings og dræmri aðsókn á leiki. Bendir hún á að með breyttu viðhorfi og markaðsetningu megi snúa þessari þróun við og sé það ekki síst mikilvægt fyrir unga fótboltamenn og konur.

„Það þarf að fara út í þetta af fullum krafti, ekki gera þetta í einhverjum hálfkæringi. Ef kvennaboltanum er sýndur alvöru áhugi þá mun það skila sér í auknum áhuga hjá almenningi. Eins og staðan er í dag, er skrifað um þetta aðeins hér og þar, stundum eru sýnd mörk og stundum eru sýndir landsleikir og stundum ekki. Það er mjög misjafnt,“ segir Hallbera í samtali við blaðamann DV en hún birti jafnframt pistil um málið á Facebook síðu sinni fyrr í dag sem vakið hefur mikla athygli. Rúmlega 200 manns hafa deilt færslunni er þetta er ritað.

Hallbera nefnir sem dæmi að nágrannaþjóðirnar séu komnar langt fram úr Íslendingum hvað þetta varðar. „Það hefur skilað sér í mikilli aukningu á áhorfi og það er afskaplega vel staðið að öllu kynningarstarfi og umfjöllun. Þar má sjá svokallaðar „karlatölur“ á leikjum hjá konum.“

Hún bætir við að það sé ekki síst mikilvægt fyrir ungar stúlkur og konur að fótbolta kvenna sé gert hærra undir höfði því þær þurfi fyrirmyndir og hvatningu. Sjálf hafi hún til að mynda ekki átt neinar kvenkynsfyrirmyndir í fótboltanumþegar hún var yngri. „Vissulega er verið að gera góða hluti, Tían og fleiri fyrirtæki hafa til dæmis verið að standa sig mjög vel, en það má hiklaust gera betur. Mér finnst sjálfsagt að við gerum kröfu um að þessu sé sinnt almennilega,“ segir Hallbera jafnframt.

Umfjöllunin sorglega lítil

Í pistli sínum segir Hallbera að hún það vera hluta af hennar ábyrgð sem afrekskonu í knattspyrnu að láta heyra í sér:

„Ég er alin upp á Akranesi sem eins og flestir vita er mikill fótboltabær. Ég byrjaði ung að mæta á völlinn og var svo heppin að fá að fylgjast með liðinu mínu taka á móti hverjum titlinum á fætur öðrum. Mínar hetjur í fótboltanum voru Óli Þórðar, Haddi Ingólfs, Steini Gísla og allir þessir ótrúlega flottu fótboltamenn sem spiluðu fyrir ÍA. Þeir voru stjörnur í mínum augum.“

Á Akranesi var líka fullt af flottum fótboltakonum, eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um.
Í gegnum árin hef ég þurft að sætta mig við það að mín íþrótt skipti ekki jafn miklu máli og íþróttin sem bræður mínir og frændur spiluðu, þrátt fyrir að ég hafi lagt jafn mikið á mig og þeir og hugsanlega meira. Foreldrar mínir og fjölskylda hvöttu mig að sjálfsögðu áfram en umhverfið sýndi mér að mín vinna var einfaldlega ekki jafn mikilvæg.

Kvennaknattspyrna á Íslandi fær sorglega litla umfjöllun í fjölmiðlum og þá mæta einnig sárafáir áhorfendur á deildarleiki. Áhuginn er einfaldlega ekki til staðar. Mér fannst þetta því miður eðlilegur hlutur og sætti mig við þetta áður en ég fór erlendis að spila.“

Hallbera rifjar upp þegar hún fór til Svíþjóðar árið 2012 til að spila með liðinu Piteå IF:

„Það sem kom mér mest á óvart við þennan bæ var að kvennaknattspyrna var vinsælli heldur en karlaknattspyrna. Við fengum besta æfingatíman, við fengum mun meiri umfjöllun í blöðunum og það allra ótrúlegasta var að við fengum fleiri áhorfendur á leiki! Oftast voru áhorfendur í kringum eittþúsund en mest fóru þeir upp í tvöþúsund og fimmhundruð manns. Tilfinningin að spila fyrir framan fullan völl (þó hann sé lítill) er ólýsanleg. En það er líka tilfinning sem ég hef eiginlega aldrei upplifað á mínum knattspyrnuferli.

Nú í vor var verið að ganga frá sjónvarpssamningi í Svíþjóð sem gerir það að verkum að ALLIR leikir í efstu deild kvenna verða sýndir í sjónvarpi. Á Íslandi er oftast ekki sýnt frá kvennaleikjum í sjónvarpi. Stundum eru einhver mörk sýnd ef það er hægt að hafa upptökuvél á vellinum, en oftast er því einfaldlega sleppt. SportTV mun þó “stream-a” valda leiki í sumar og fá þeir hrós fyrir.“

En hef ég einhvern rétt á því að kvarta? Eigum við ekki bara að vera þakklátar fyrir það að fjölmiðlar taki sér þó tíma í það að skrifa um helstu úrslit og markaskorara? Er ekki of mikið að ætlast til þess að við fáum almennilega umfjöllun og að einhverjir leikir séu jafnvel sýndir í sjónvarpinu? Ég veit að þetta er dýrt og áhuginn er mun minni heldur en á pepsí deild karla. En málið er að einhversstaðar þarf að byrja. Þetta ferli mun örugglega taka tíma og kanski munu bara örfáar hræður horfa á þessa leiki til að byrja með, en hugsanlega með breyttu viðhorfi og betri markaðssetningu er hægt að auka vinsældir kvennaknatspyrnunnar á Íslandi og þar með veita ungum fótboltastelpum og strákum fleiri kvenkynsfyrirmyndir.

En það þarf einhver að taka af skarið og gera þetta almennilega.

Að lokum ber að þakka þeim sem hafa lagt á sig mikla vinnu í að stuðla að bættri kvennaknattspyrnu á Íslandi – sjáumst á vellinum í sumar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta