Fókus

TÍMAVÉLIN: Mjólkandi geithafur í Grafningi – Engin líffræðileg skýring til staðar

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 17. júní 2018 20:00

Í ágúst árið 1985 fannst óvenjuleg skepna á bænum Stóra Hálsi í Grafningi, geithafur sem mjólkaði líkt og huðna.

Það var heimasætan Dóra Ársælsdóttir sem áttaði sig á þessu þegar hún leit undir kvið tveggja vetra hafurs og sá að hann var með lítil júgur.

Við nánari athugun sá hún að úr tveimur spenunum kom mjólk.

Samkvæmt frétt DV frá 8. ágúst var heimilisfólkið á Stóra Hálsi furðu lostið.

Huðna og tveir kiðlingar voru á bænum en þeir höfðu ekki sogið hafurinn.

Dr. Stefán Aðalsteinsson búfjárfræðingur tjáði DV að mjólkandi geithafrar hefðu fundist á Íslandi áður en engin líffræðileg skýring væri til staðar, önnur en sú að ef júgur væru til staðar gætu þau myndað mjólk.

Kristinn H. Guðnason
Kristinn Haukur Guðnason er blaðamaður og sagnfræðingur sem starfað hefur hjá DV síðan 2017 en áður skrifaði hann fyrir Kjarnann.
Kristinn skrifar almennar fréttir, mannlífsviðtöl, um söguleg málefni og menningu.
Hann er ólæknanlegur nörd sem eyðir laugardagskvöldum í að spila við sjálfan sig og leggja höfuðborgir heimsins á minnið.

netfang: kristinn@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Rikki G safnar fyrir Ljónshjarta – Hleypur í kleinuhringjabúning ef hann safnar hálfri milljón

Rikki G safnar fyrir Ljónshjarta – Hleypur í kleinuhringjabúning ef hann safnar hálfri milljón
Fókus
Í gær

Karlotta upplifði sára niðurlægingu í innflytjendafangelsi: „Ég mundi ekki óska mínum versta óvini að þurfa að ganga í gegnum þetta“

Karlotta upplifði sára niðurlægingu í innflytjendafangelsi: „Ég mundi ekki óska mínum versta óvini að þurfa að ganga í gegnum þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég gat ekki hugsað mér að láta þau horfa upp á mömmu sína í fangabúningi á bak við rimla“

„Ég gat ekki hugsað mér að láta þau horfa upp á mömmu sína í fangabúningi á bak við rimla“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Féll aftur sama kvöld og vinkona hennar fyrirfór sér á Vogi

Féll aftur sama kvöld og vinkona hennar fyrirfór sér á Vogi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenskir nasistar: „Enginn af þeim þurfti að gjalda þess á nokkurn hátt“

Íslenskir nasistar: „Enginn af þeim þurfti að gjalda þess á nokkurn hátt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

TÍMAVÉLIN: Fuglastríðið í Ástralíu

TÍMAVÉLIN: Fuglastríðið í Ástralíu