Mánudagur 17.desember 2018
Fókus

TÍMAVÉLIN: Mjólkandi geithafur í Grafningi – Engin líffræðileg skýring til staðar

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 17. júní 2018 20:00

Í ágúst árið 1985 fannst óvenjuleg skepna á bænum Stóra Hálsi í Grafningi, geithafur sem mjólkaði líkt og huðna.

Það var heimasætan Dóra Ársælsdóttir sem áttaði sig á þessu þegar hún leit undir kvið tveggja vetra hafurs og sá að hann var með lítil júgur.

Við nánari athugun sá hún að úr tveimur spenunum kom mjólk.

Samkvæmt frétt DV frá 8. ágúst var heimilisfólkið á Stóra Hálsi furðu lostið.

Huðna og tveir kiðlingar voru á bænum en þeir höfðu ekki sogið hafurinn.

Dr. Stefán Aðalsteinsson búfjárfræðingur tjáði DV að mjólkandi geithafrar hefðu fundist á Íslandi áður en engin líffræðileg skýring væri til staðar, önnur en sú að ef júgur væru til staðar gætu þau myndað mjólk.

Kristinn H. Guðnason
Kristinn Haukur Guðnason er blaðamaður og sagnfræðingur sem starfað hefur hjá DV síðan 2017 en áður skrifaði hann fyrir Kjarnann.
Kristinn skrifar almennar fréttir, mannlífsviðtöl, um söguleg málefni og menningu.
Hann er ólæknanlegur nörd sem eyðir laugardagskvöldum í að spila við sjálfan sig og leggja höfuðborgir heimsins á minnið.

netfang: kristinn@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári mærir Mörtu Maríu: „Meira að segja Smartlandi er ofboðið“

Gunnar Smári mærir Mörtu Maríu: „Meira að segja Smartlandi er ofboðið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragga nagli komin með Heilsuvarp

Ragga nagli komin með Heilsuvarp
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“

Frægir sem hata jólin – „Hvílík sóun á pappír!“