fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Ronald Reagan bjargaði 77 mannslífum og fölskum tönnum

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 10. október 2018 19:30

Ronald Reagan Forsetinn og lífvörðurinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ronald Reagan var fertugasti forseti Bandaríkjanna og talinn með þeim áhrifameiri. Hann leiddi bylgju nýfrjálshyggjunnar á níunda áratugnum ásamt Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands. Reagan átti litríkan feril, bæði sem leikari í Hollywood á sínum yngri árum og síðar sem ríkisstjóri Kaliforníu og forseti. Varð til dæmis gerð tilraun til að ráða hann af dögum í mars árið 1981, skömmu eftir að hann sór embættiseiðinn. Færri vita að Reagan starfaði sem lífvörður á skólaárum sínum og samkvæmt heimildum bjargaði hann 77 manns.

 

Stúlkurnar vildu láta bjarga sér

Reagan var fæddur í smábænum Tampico í norðurhluta Illinois-fylkis árið 1911. Snemma fékk hann viðurnefnið Dutch og þótti grannur en nokkuð hraustur og fjallmyndarlegur. Hann gekk í framhaldsskóla í bænum Dixon og sýndi þar fram á hæfileika í íþróttum og leiklist en var aðeins í meðallagi sem námsmaður. Hann vildi ekki dvelja mikið heima við því faðir hans var alkóhólisti sem drakk sig dauðan nánast hvert kvöld.

Þegar Reagan var sextán ára gamall, árið 1927, fékk hann starf sem lífvörður við fljótið Rock River í þjóðgarðinum Lowell Park í Iowa-fylki. Þar vann hann í sjö sumur samhliða námi við góðan orðstír.

Reagan hafði nóg að gera og þurfti oft að stinga sér í ána til þess að bjarga fólki. Í hvert skipti sem hann gerði það risti hann í drumb sem var þar. Eftir sumrin sjö voru risturnar orðnar 77 talsins.

Sumir hafa bent á að þessi tala geti varla staðist eða var sundkunnátta Iowa búa virkilega svona afleit? Aðrir hafa þó bent á þá staðreynd að sumar stúlkurnar þóttust vera í hættu því þær vildu láta hinn unga og myndarlega Dutch „bjarga“ sér.

 

Kafaði eftir fölskum tönnum

Reagan bjargaði hins vegar ekki aðeins lífum í ánni heldur aðstoðaði hann fólk í ýmsum vanda. Þegar Reagan var nýbyrjaður sem lífvörður kom til hans eldri maður sem hafði verið að synda í ánni og sagði: „Gætir þú vinsamlegast stokkið út í ána því ég er búinn að týna fölsku tönnunum mínum?“ Reagan gerði það en fann ekki tennurnar við fyrstu leit. Hann lét þó ekki deigan síga og kafaði margsinnis til viðbótar þar til hann fann loksins tennur karlsins. Eigandi tannanna var svo ánægður að hann verðlaunaði Reagan með tíu dollurum. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég fékk borgað fyrir að gera nokkuð,“ sagði forsetinn í viðtali áratugum seinna.

Hlutverk hans var ekki aðeins að hjálpa fólki heldur einnig að sjá til þess að það fylgdi reglum; til dæmis að fara upp úr ánni á réttum tíma. Þegar garðinum var lokað á daginn voru margir sem vildu synda áfram. Öskraði hann þá: „Fljótarottur!!“ En það er annað orð yfir nútríur, stór og mikil nagdýr, skyld bjórum, með beittar tennur.

Eins og margir vita þjáðist forsetinn af Alzheimer á sínum efri árum og háði það honum mjög á síðara kjörtímabilinu í embætti. Hann varð lítt viljugur til að ræða við fólk, sérstaklega um fortíðina. En hann mundi alltaf eftir árunum í Lowell Park og mynd af ánni hékk uppi á vegg heima hjá honum. Þetta var það sem hann var stoltastur af undir lok ævikvöldsins árið 2004.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta