fbpx
Fókus

TÍMAVÉLIN: Hálfíslenskur strokuhermaður óttaðist Víetnam

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 3. ágúst 2018 22:00

Reglulega kemur upp strok úr íslenskum fangelsum og spinnast þá oft miklar hasarfréttir í kringum það. Árið 1966 kom hins vegar upp strokumál hjá varnarliðinu þegar hermaður mætti ekki á stöðina í Keflavík á tilsettum tíma.

Leitað á skemmtistöðum og heimilum skyldmenna

Í júlí árið 1966 var rúmlega tvítugur landgönguliði, Michael Burt að nafni, handtekinn í Vestmannaeyjum að beiðni bandaríska varnarliðsins. Hann var sendur með flugvél til Reykjavíkur þar sem tveir bandarískir herlögreglumenn og einn íslenskur lögreglumaður biðu hans. En þegar hann steig út úr vélinni komst hann undan og náðu þeir ekki að handsama hann. En þeir vissu heldur ekki hvernig Burt leit út.

Burt hafði fengið leyfi til að heimsækja íslenska móður sína, Margréti Jónsdóttur í Vestmannaeyjum, en skilaði sér hins vegar ekki aftur. Þess vegna bað yfirstjórn flotans um að hann yrði handtekinn og færður aftur á stöðina.

Um kvöldið var leitinni að Burt haldið áfram og sent eftir öðrum hermanni sem þekkti hann. Fór sá maður um alla borgina í fylgd með íslenskum lögreglumönnum að leita en sú leit bar engan árangur. Þá voru tveir hergæslumenn sendir á skemmtistaði borgarinnar og heimili skyldfólks hans.

Óttaðist Víetnam

Burt sagðist ekki hafa þolað agann í hernum, sérstaklega í æfingabúðum í Bandaríkjunum. Þar hafi einn piltur reynt að svipta sig lífi. En eftir strokið bjóst hann við að fá sex mánaða fangelsisdóm og verða síðan „settur fyrir byssukjaftana í Víetnam.“ Talaði hann um að reyna að komast á erlent skip til að flýja land.

Í tæpan mánuð spurðist ekkert til hermannsins en um miðjan ágúst hringdi hann í móður sína. Þá var hann staddur í Sandgerði og starfaði sem háseti. Þau hittust í Innri-Njarðvík, ræddu málin og ákvað Burt að gefa sig fram á Keflavíkurvelli.

Þar var Burt hnepptur í varðhald og var honum í flýti flogið til Philadelphiu-borgar í Pennsylvaníufylki þar sem hans beið herréttur og fangelsisdómur. Móðir hans náði að tala stuttlega við hann í flugvélinni áður en tekið var á loft. Árangurslaust reyndi hún að fá utanríkisráðherra og forseta Íslands til að þrýsta á að hann myndi afplána refsingu sína hér á Íslandi.

 

 

 

Kristinn H. Guðnason
Kristinn Haukur Guðnason er blaðamaður og sagnfræðingur sem starfað hefur hjá DV síðan 2017 en áður skrifaði hann fyrir Kjarnann.
Kristinn skrifar almennar fréttir, mannlífsviðtöl, um söguleg málefni og menningu.
Hann er ólæknanlegur nörd sem eyðir laugardagskvöldum í að spila við sjálfan sig og leggja höfuðborgir heimsins á minnið.

netfang: kristinn@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Myndir þú borða heiladeig með skjaldbökubróður? – Uppskriftir frá 1916

Myndir þú borða heiladeig með skjaldbökubróður? – Uppskriftir frá 1916
Fókus
Í gær

Sonur Sólveigar var myrtur – „Þetta fólk hefur örugglega verið mjög hrætt alla ævi, að vera með morð á samviskunni“

Sonur Sólveigar var myrtur – „Þetta fólk hefur örugglega verið mjög hrætt alla ævi, að vera með morð á samviskunni“
Fókus
Í gær

Birgir í Dimmu hvetur tónlistarfólk til að sniðganga Eurovision

Birgir í Dimmu hvetur tónlistarfólk til að sniðganga Eurovision
Fókus
Í gær

Vetur konungur mættur

Vetur konungur mættur
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem þú þarft að vita þegar þú deitar Meyju

8 hlutir sem þú þarft að vita þegar þú deitar Meyju
Fókus
Fyrir 2 dögum

Delicata Brasilíuhnetur innkallaðar – Sveppaeitur greindist yfir mörkum

Delicata Brasilíuhnetur innkallaðar – Sveppaeitur greindist yfir mörkum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elín Kára – „Ég komst í mark“

Elín Kára – „Ég komst í mark“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafsteinn Helgi og Guðrún Agla selja Hamingjuhöllina við Hafravatn

Hafsteinn Helgi og Guðrún Agla selja Hamingjuhöllina við Hafravatn