fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018

Rachel Wish gefur út lagið CandyGlass

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 19:30

Mynd: Zakas Photography.

Söngkonan Rachel Wish sendi síðastliðinn fimmtudag frá sér sitt fyrsta lag, CandyGlass og er lagið komið út á helstu tónlistarveitum heims; Spotify, Tidal, YouTube, Deezer, iTunes, Google Play, Shazam og fleiri.

Rachel Wish er hugarfóstur Rakelar Óskar Þorgeirsdóttur og Svans Herbertssonar, sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Swan Swan H. Í tónlistarsköpun sinni blanda þau saman ljóðlist og flautuleik Rakelar og hljóðheimum sem Svanur töfrar fram með sínu sérstaka „bítí“ og Ableton Live.

„Alheimurinn sendi okkur Rachel Wish til þess að tendra neistann í okkar innsta kjarna með sínum trylltu rauðu lokkum, töfraflautum og rafrænni pönkljóðlist,“ segir Rakel Ósk.

Mynd: Zakas Photography.

Rakel Ósk og Svanur byrjuðu að skapa tónlist saman fyrr á þessu ári og upp úr þeim þreifingum spratt Rachel Wish fullsköpuð með slíkum krafti að sex laga EP-plata er væntanleg í vetur.

Flestir þekkja Rachel Wish sem módelið Rakel Ósk sem vakti töluverða athygli fyrir nokkrum misserum á Side9 pige síðunni í Ekstra Bladet í Danmörku.

„Það tók smá tíma fyrir Rakel að ná mainstream 80’s poppinu úr mér því ég hoppaði yfir í þetta verkefni beint eftir að hafa verið að klára U.F.O-plötuna,“ segir Svanur. „Rakel vildi fara með þetta í mjög hráa pönkaða synthwave-stefnu og var mjög ákveðin í því að það mætti alls ekki vera neitt „mainstream shit“ í gangi.

Dúóið stefnir á að gefa út tvo aðra „síngla“ á næstunni en byrjar ballið með CandyGlass.

Lagið verður frumflutt á Plug&Play kvöldi á Boston þann 6. september næstkomandi.

Hlaða má laginu frítt niður hér.

Lagið á Spotify.

Facebooksíða Rachel Wish.

Facebooksíða Swan Swan H.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 1 klukkutíma

Þetta voru viðbrögð Mourinho þegar hann fékk uppsagnarbréfið

Þetta voru viðbrögð Mourinho þegar hann fékk uppsagnarbréfið
Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Gripinn með 50 fölsuð strætókort: Fullt verð á einu korti er 64 þúsund krónur

Gripinn með 50 fölsuð strætókort: Fullt verð á einu korti er 64 þúsund krónur
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Björn Leví segir forsætisnefnd einnig vanhæfa til að fjalla um akstursgreiðslur þingmanna

Björn Leví segir forsætisnefnd einnig vanhæfa til að fjalla um akstursgreiðslur þingmanna
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Þetta var augnablikið þar sem leikmenn United fengu nóg af Mourinho

Þetta var augnablikið þar sem leikmenn United fengu nóg af Mourinho
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Jón Ásgeir loks frjáls en ósáttur: 16 ára þrautaganga að baki – Málin reyndu mikið á foreldra hans

Jón Ásgeir loks frjáls en ósáttur: 16 ára þrautaganga að baki – Málin reyndu mikið á foreldra hans
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Dómkirkjuprestur skilur ekkert í Miðflokksmönnum og vísar á „hið alsjáandi auga drottins“

Dómkirkjuprestur skilur ekkert í Miðflokksmönnum og vísar á „hið alsjáandi auga drottins“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Póstberi á Suðurnesjum bitinn af hundi

Póstberi á Suðurnesjum bitinn af hundi
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Ásmundur hækkar fæðingarorlofið um 80 þúsund kall á mánuði: „Lóð á vogarskálar aukins kynjajafnréttis“

Ásmundur hækkar fæðingarorlofið um 80 þúsund kall á mánuði: „Lóð á vogarskálar aukins kynjajafnréttis“