fbpx

Stórtónleikar Guns ‘N Roses að hefjast – Sjáðu fjöldann sem bíður eftir að komast inn á svæðið

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 24. júlí 2018 19:12

Spenningurinn logar fyrir stærstu tónleika Íslandssögunnar þar sem rokkhljómsveitin Guns ‘N Roses leggja undir sig Laugardalinn. Reiknað er með tæplega 27 þúsund manns á viðburðinn og bíður núna mikill fjöldi fólks eftir að komast inn á tónleikasvæðið.

Röðin var komin lagt framhjá gatnamótum Suðurlandsbrautar og Vegmúla þegar texti þessi er ritaður. Þá er hljómsveitin Brain Police í fullum gangi að hita upp fyrir stóra númerið.

Tónleikarnir hófust kl. 18 og opnaði svæðið um klukkutíma fyrr. Vitaskuld ríkir mikil gæsla á svæðinu en röðin stóra hefur gengið greiðlega fyrir sig.

Hér að neðan má sjá ljósmyndir af röðinni og tryllta lýðnum.

Eyjólfur Ágúst Finnsson er duglegur að sækja tónleika, hér heima og erlendis. Hann bíður spenntur ásamt 75% tónleikagesta, að hans sögn, í röðinni.
Tómas Valgeirsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 klukkutíma

Guðbjörg eignaðist barn á 24. viku – „Mjög svo yfirþyrmandi og dramatískt allt saman“

Guðbjörg eignaðist barn á 24. viku – „Mjög svo yfirþyrmandi og dramatískt allt saman“
Fókus
Fyrir 1 klukkutíma

Tókstu eftir öllum þessum draugum í The Haunting of Hill House?

Tókstu eftir öllum þessum draugum í The Haunting of Hill House?
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Kona fannst látin á Akureyri

Kona fannst látin á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Hörður fær stuðning úr óvæntri átt: „Ekkert sem staðfestir að hann stýrist beint af einhverjum „húsbónda““

Hörður fær stuðning úr óvæntri átt: „Ekkert sem staðfestir að hann stýrist beint af einhverjum „húsbónda““
433
Fyrir 3 klukkutímum

Sarri skipar stuðningsmönnum Chelsea að virða Mourinho

Sarri skipar stuðningsmönnum Chelsea að virða Mourinho
433
Fyrir 3 klukkutímum

Sanchez gat ekki æft með United í dag og tæpt að hann spili gegn Juventus

Sanchez gat ekki æft með United í dag og tæpt að hann spili gegn Juventus