fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Stærstu arkitektaverðlaun Evrópu veitt

Hugvitsamleg endurskipulagning á einni stærstu íbúðablokk Hollands hlýtur aðalverðlaunin

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 18. maí 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugvitsamlegar endurbætur á íbúðablokkinni DeFlat Kleiburg í útjaðri Amsterdam eftir hollensku arkitektastofurnar NL og XVW voru á dögunum verðlaunaðar með Mies Van Der Rohe-verðlaununum fyrir árið 2017. Evrópusambandið hefur veitt verðlaunin á tveggja ára fresti frá árinu 1988 fyrir framúrskarandi nútímaarkitektúr í álfunni. Meðal fyrri verðlaunahafa eru Peter Zumthor, Rem Koolhaas, norska arkitektastofan Snøhetta, David Chipperfield, og árið 2013 sigruðu Henning Larsen Architects og Studio Olafur Eliasson fyrir hönnun tónlistarhússins Hörpu í Reykjavík.

Yfir 500 íbúðir eru í þessari 11 hæða og 400 metra löngu blokk sem er ein stærsta íbúðabygging Hollands. Hún var upphaflega reist í módernískum stíl árið 1959. Fyrir nokkrum árum stóð til að rífa blokkina en tekin var ákvörðun um að endurskipuleggja allt sameiginlega rýmið en láta hvern og einn íbúðareiganda gera upp og breyta sinni eigin íbúð á þann hátt sem honum sýndist. Þetta er í fyrsta skipti í sögu verðlaunanna sem viðbætur við eldri byggingu eru verðlaunaðar með Mies van der Rohe-verðlaununum.

Í rökstuðningi dómnefndar sagði meðal annars: „Grunnhugmynd hönnunarinnar var að umbreyta þessari risablokk í nútímalega íbúðabyggingu með sveigjanlegu innra skipulagi, og að setja nýjan brodd í götumyndina og landslagið – en á sama tíma gera eins og lítið mögulegt er.“

Belgíska arkitektastofan MSA/V+ hlaut hins vegar viðurkenningu sem efnilegasta arkitektastofan „Emerging Architect Prize 2017“ fyrir íbúðablokkirnar NAVEZ – 5 social units í norðurhluta Brussel.

Mynd: © Stijnstijl Fotografie

Mynd: © Stijnstijl Fotografie

Byggingin NAVEZ – 5 social units í Brussel eftir belgísku arkitektastofuna MSA/V+ var verðlaunuð í flokki ungra og upprennandi arkitekta..
Rísandi stjörnur í arkitektaheiminum Byggingin NAVEZ – 5 social units í Brussel eftir belgísku arkitektastofuna MSA/V+ var verðlaunuð í flokki ungra og upprennandi arkitekta..
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum