fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Millilending á Íslandi átti eftir að draga dilk á eftir sér

Auður Ösp
Þriðjudaginn 3. júlí 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stutt millilending á Íslandi leiddi til óvæntrar atburðarásar fyrir Ben Adams og unnustu hans Elizabeth Kahle. Þegar parið var lent heima í Bandaríkjunum kom í ljós að farangurinn þeirra hafði týnst í meðförum WOW Air. Þetta kom sér einstaklega illa fyrir Ben en í ferðataskan hans innihélt meðal annars trúlofunarhring sem ætlaður var Elizabeth. Hafði hann ráðgert að biðja um hönd hennar um leið og þau væru komin til baka úr Evrópufríinu.

Parið ræddi upphaflega við WFAA sjónvarpstöðina fyrir rúmlega tveimur vikum, en þá höfðu þau beðið í hálfan mánuð eftir því að fá farangurinn í hendurnar. Ekkert bólaði þó á töskunum og sögðust þau hafa verið í stöðugum samskiptum við flugfélagið. Það var þá, fyrir framan myndavélarnar, sem Adam uppljóstraði því við Elizabeth hvers vegna það skipti hann svo miklu máli að fá farangurinn til baka.

„Ástæðan er sú að ég ætlaði að trúlofast þér þegar við kæmum heim, og það var hringur í töskunni.“

Parið var að koma úr löngu Evrópuferðalagi þegar þau millilentu á Íslandi og áttu þaðan bókað flug með WOW air til Dallas í Texas, þar sem þau ætluðu að heimsækja fjölskyldu Elizabeth sem býr í Frisco borg. Fluginu var hins vegar aflýst og þurftu þau þess vegna að fljúga til New York og þaðan til Texas, með millilendingu í Atlanta í Georgíu.

Parið komst því á áfangastað að lokum – en farangurinn ekki.

Ástæðan fyrir því að Ben vildi bera upp bónorðið eftir að þau kæmu til Texas er sú að parið starfar saman á skemmtiferðaskipi og eru því á stöðugu flakki um heiminn. Fannst Ben því tilvalið að nýta tækifærið þar sem fjölskyldan væri öll samankomin í Frisco, og biðja um hönd Elizabeth.

Rúmlega viku eftir að parið fór í viðtal hjá WFAA og lýsti raunum sínum fannst farangur þeirra, en af einhverjum ástæðum höfðu töskurnar þeirra endað á flugvellinum í Boston. Þaðan voru þær sendar til Texas og eftir að Ben hafði endurheimt hringinn á ný þá var bara eitt eftir: að biðja um hönd Elizabeth.WFAA var á staðnum þegar turtildúfurnar settu upp hringana en líkt og sjá má í myndskeiðinu hér fyrir neðan þá áttu þau bágt með að halda aftur af gleðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir