fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Einar Ironside berst fyrir Íslands hönd

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 3. júní 2018 15:00

Einar Ironside mun vera fulltrúi Íslands í stóru fjölbragðaglímumóti í London um miðjan júní.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 13. júní næstkomandi fer fram stórt alþjóðlegt fjölbragðaglímumót í London sem ber heitir Progress World Cup. Þátttakendurnir eru átta talsins og eiga það sameiginlegt að vera frá löndum sem taka þátt í HM í fótbolta sem fram fer um svipað leyti í Rússlandi.

Íslendingar hafa ekki verið þekktir fyrir mikil afrek á sviði fjölbragðaglímu en það gæti brátt breyst. Meðal keppenda í mótinu í London er víkingurinn Einar Ironside sem mun vera fulltrúi Íslendinga í mótinu. Hann heitir réttu nafni Hjálmar Svenna, hefur búið hinum megin á jarðkringlunni nánast allt sitt líf og talar ekki íslensku. En það leynir sér ekki að Hjálmar er afar stoltur af uppruna sínum.

Fetaði í fótspor foreldranna á Þingeyri

„Mamma mín er frá Ástralíu en hún ákvað að ferðast til Íslands og vinna í fiski á Vestfjörðum,“ segir Hjálmar í samtali við blaðamann. Móðir hans fékk starf á Þingeyri og þar kynntist hún föður hans, Marteini Emil Svenna. „Mamma flutti að lokum aftur heim til Ástralíu og pabbi elti hana skömmu síðar. Ég fæddist því í Ástralíu og ólst upp í borginni Adelaide,“ segir Hjálmar.

Hann heimsótti Ísland aðeins einu sinni sem barn en árið 2013 ákvað hann að bæta úr þessu og hefur síðan heimsótt Ísland fjórum sinnum. Meðal annars fetaði hann í fótspor foreldra sinna og fór að vinna í fiski á Þingeyri árið 2015. Á þeim ólíklega stað fékk Hjálmar þá hugljómum að fara að reyna fyrir sér í fjölbragðaglímu.

„Ég eyddi miklum tíma fyrir vestan í að horfa á fjölbragðaglímu enda hef ég haft mikinn áhuga á henni alla tíð. Ég hef alltaf heillast af því hvað þetta er erfitt sport sem reynir mikið á líkamann en ekki síður öllu leikhúsinu í kringum bardagana,“ segir Hjálmar. Hann var þegar með grunn í leiklist enda hefur hann reynt fyrir sér sem leikari í heimalandinu og brugðið fyrir í nokkrum myndum og sjónvarpsþáttum. Hann er síðan jötunn að burðum og er handviss um að það sé frá Íslandi komið.

Eftir vistina fyrir vestan flaug Hjálmar aftur til heimaborgar sinnar þar sem hann sótti um að berjast hjá fjölbragðaglímufyrirtæki sem nefnist Wrestle Rampage. Sex mánuðum síðar steig hann inn í hringinn sem Einar Ironside.

Að sögn Hjálmars er hann bjartsýnn á gott gengi á Progress World Cup í London en þar gætu margar dyr opnast fyrir hann. Hans helsti draumur tengist þó ekki fjölbragðaglímunni. „Mig langar afar mikið til þess að taka þátt í einhverju kvikmynda- eða sjónvarpsverkefni á Íslandi. Ef það vantar víking, þá er ég til,“ segir Hjálmar kíminn.

 

Keppinautar Einars í London eru ekki árennilegir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“