fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Klámmyndband Stefáns skekur Beauty tips: Biðst afsökunar – „Hann er með fokking 11 ára krakka að fylgjast með honum”

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Miðvikudaginn 7. febrúar 2018 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Octavian Gheorge, sem hefur vakið athygli sem fyrsta íslenska klámstjarnan að eigin sögn, biðst afsökunar á því að hafa birt klám á Snapchat-reikningi sínum í gær. Talsverð umræða spratt um atvikið á Beautytips á Facebook í gær en sumar konur þar hneyksluðust mjög á athæfinu vegna ungra fylgjenda hans. Stefán segir birtingu klámsins hafa verið mistök.

Ég biðst innilegar afsökunar á því sem rataði hér í story

Stefán steig fram sem klámmyndaleikari í fyrra og hefur í kjölfarið rætt um reynslu sína af starfinu og hvað olli því að hann fór þessa leið á Snapchat. Þar hefur hann talað opinskátt um ýmis málefni, þar á meðal þunglyndi sem og lífið innan klámheimsins. Stefáni varð þó á í messunni í gær þar sem hann birti óvart klippu af starfsstað sem þótti nokkuð djörf. Stefán hefur fjarlægt myndbandið nú en í því mátti sjá nakinn mann og var þar sennilega hann sjálfur á ferðinni miðað við tattú mannsins.

Sjá einnig: Stefan er stoltur að vera fyrsta íslenska „klámstjarnan“: Skuggahliðar og háar fjárhæðir -„Mamma ekkert hoppandi glöð“

Í viðtali við DV í október sagði Stefán að hann væri stoltur af starfi sínu. „Ég er ekki að segja að maður eigi að vera ofboðslega stoltur af því að vera að framleiða klám en ég tók þá ákvörðun og ég ætla að gera þetta með sæmd. Ég ætla bara að vera stoltur af því sem ég er að gera. Þetta er óhefðbundið en ef þú ætlar að vera með einhver leiðindi þá skaltu bara halda þeim út af fyrir þig,“ sagði Stefán þá.

Furða sig yfir hneykslun

Umræða um myndbandið hófst strax eftir birtingu þess innan Facebook-hópsins Beauty tips. Þó nokkrar konur benda á að í ljósi starfs hans ætti þetta að koma fæstum að óvart og furða sig yfir hneykslun kynsystra sinna. „Já en hann er með fokking 11 ára krakka að fylgjast með honum” segir ein en önnur svarar fljótt að 11 ára krakkar eigi ekki að vera með Snapchat til að byrja með, það sé á ábyrgð foreldranna en ekki Stefáns.

Neðar í þræðinu bætir önnur við mögulegri útskýringu. „Ég sá þetta. Hann er með annað lokað Snapchat sem er „vinnu“ snap.. Hann hefur eflaust haldið að hann væri inni á því þegar hann setti þetta inn,“ segir sú kona.

Þakkar fyrir stuðninginn

Líkt og fyrr segir biðst Stefán afsökunar á þessu óhappi á Snapchat og segir: ,,Ég biðst innilegar afsökunar á því sem rataði hér í story en ég vinn við álíka vinnu eins og flest ykkar vita og megi þið endilega hætta að senda mér þetta. Þetta var alveg óvart.“

Í öðrum skilaboðum sem hann birti fyrr í dag þakkar Stefán fyrir stuðning. „Ég vil þakka fyrir öll fallegu skilaboðin frá ykkur í sambandi við story hjá mér í gær, takk kærlega til ykkar allra, það minnkaði alveg helling stressið,“ segir Stefán en ekki náðist í hann við vinnslu fréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda