Fókus

„Í 38 ár hefur fólk haldið að ég sé Bono“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 10. nóvember 2017 21:00

„Það var ekki ætlunin mín að blekkja neinn. Ég reyni bara að dreifa gleði og gera lífið skemmtilegt. Ef fólk dregur þá ályktun að ég sé Bono þá spila ég bara með,“ segir hinn serbneski Pavel Sfera í samtali við DV. Sfera er sláandi líkur írsku goðsögninni og hefur lifibrauð sitt af því að koma fram sem stjarnan við hin ýmsu tilefni.

„Þetta hefur verið minn veruleiki frá því að ég var 14 ára gamall. Í 38 ár hefur fólk haldið að ég sé Bono og það þrátt fyrir að ég sé ekki að líkja eftir honum í klæðaburði,“ segir Sfera. Hann segist fljótlega hafa komist upp á lag með að spila með og gleðja fólk. „Ég segi aldrei að fyrra bragði að ég sé Bono. Fólk hrapar að ályktunum og þá leik ég með. Mörgum finnst gaman að taka af mér myndir og finnst þetta mikil upplifun. Ég passa mig samt á því að valda aldrei neinum skaða með því að gefa eiginhandaráritanir á einhverja safngripi og slíkt né nýta mér líkindin til þess að komast í kynni við kvenfólk,“ segir Sfera.

Talar ekki með írskum hreim

Óhætt er að segja að Sfera hafi valdið usla á Íslandi því í heila viku hafa fjölmiðlar fjallað um veru Bono á Íslandi. Átti tónlistarmaðurinn heimsfrægi að hafa keypt sér brauð í sælkerabúðinni Frú Laugu við Laugalæk, skoðað fiskabúr í Fiskó í Kauptúni, skellt sér í Bónus og fengið sér í glas á Prikinu. Í öllum þessum tilvikum var Sfera á ferðinni ásamt íslenskum vini sínum og bitu fjölmiðlar á agnið. „Þegar ég var á Prikinu var ég ekki einu sinni með gleraugun á mér en samt var einhver handviss um að ég væri Bono,“ segir Sfera. Hann segist stundum vera þreyttur á athyglinni en þó að hann reyni að útskýra mál sitt reynist það oft ekki auðvelt. „Ég tala ekki með írskum hreim en það virðist engu máli skipta. Þá hef ég dregið upp vegabréfið mitt til að sýna fólki en samt heldur það að ég sé að ljúga.“

Sfera heldur af landi brott í dag, föstudag, eftir vel heppnaða ferð. „Þetta er stórkostlegt land sem þið eigið, en núna þarf ég fá hita í kroppinn.“

Björn Þorfinnsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Lauga (30) og Árni (28) á Torfastöðum: „Bændur eru bændum verstir“

Lauga (30) og Árni (28) á Torfastöðum: „Bændur eru bændum verstir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenska karlalandsliðið – MYNDIR: Hrikalega flottir í sérsaumuðum jakkafötum en mættu vinna betur með bindishnútana

Íslenska karlalandsliðið – MYNDIR: Hrikalega flottir í sérsaumuðum jakkafötum en mættu vinna betur með bindishnútana
Fókus
Fyrir 4 dögum

TÆKNI: Svona horfir þú á íslenska landsliðið á RÚV erlendis

TÆKNI: Svona horfir þú á íslenska landsliðið á RÚV erlendis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Meghan Markle (36) og Elísabet drottning (92): Óaðfinnalega lekkerar vinkonur í opinberri heimsókn

Meghan Markle (36) og Elísabet drottning (92): Óaðfinnalega lekkerar vinkonur í opinberri heimsókn
Fókus
Fyrir 6 dögum

TÍMAVÉLIN – Skáldkonan Ólöf frá Hlöðum (1857-1933) ólst upp við fátækt: „Oft grét ég þegjandi af leiðindum“

TÍMAVÉLIN – Skáldkonan Ólöf frá Hlöðum (1857-1933) ólst upp við fátækt: „Oft grét ég þegjandi af leiðindum“
Fókus
Fyrir einni viku

Vignir Ljósálfur: „Þegar maður er svona mikið veikur þá verður manni alveg sama um tilveruna“

Vignir Ljósálfur: „Þegar maður er svona mikið veikur þá verður manni alveg sama um tilveruna“