Fókus

Umsátur í Eymundsson Kringlunni

Útgáfuhóf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 23. september 2017 15:00

Útgáfu spennusögunnar Umsátur eftir Róbert Marvin var fagnað á fimmtudaginn með útgáfuteiti í Eymundsson Kringlunni. Höfundur spjallaði við gesti um bókina, las upp úr henni og bauð upp á léttar veitingar.

Umsátur er þriðja bók Róberts en áður hefur hann sent frá sér spennusöguna Konur húsvarðarins og barnabókina Litakassinn. Róbert hefur skrifað fjölmargar smásögur og sigraði um árið í spennusmásagnakeppninni Gaddakylfan.

Umsátur greinir frá ungum lögreglumanni úti á landi sem fer að rannsaka gamalt mannshvarfsmál. Nánar má lesa um bókina hér.

Hér að neðan eru myndir úr útgáfuteitinu.

Eiríkur Brynjólfsson, formaður Hins íslenska glæpafélags, og Elísabet Einarsdóttir
Eiríkur Brynjólfsson, formaður Hins íslenska glæpafélags, og Elísabet Einarsdóttir
Frá hægri: Auður Hafsteinsdóttir rithöfundur, Róbert Marvin höfundur Umsáturs, Ágúst Borgþór rithöfundur og blaðamaður, og Sigríður Ása Maack, eiginkona Róberts.
Frá hægri: Auður Hafsteinsdóttir rithöfundur, Róbert Marvin höfundur Umsáturs, Ágúst Borgþór rithöfundur og blaðamaður, og Sigríður Ása Maack, eiginkona Róberts.
Góðir gestir og bókaunnendur: Ingibjörg Gunnarsdóttir og Björn Tryggvason
Góðir gestir og bókaunnendur: Ingibjörg Gunnarsdóttir og Björn Tryggvason
Létt yfir mönnum: Örn Þorvarðarson útgefandi hjá Draumsýn (t.v.) sem gefur út bókina, og Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður
Létt yfir mönnum: Örn Þorvarðarson útgefandi hjá Draumsýn (t.v.) sem gefur út bókina, og Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður
Ágúst Borgþór Sverrisson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

TÍMAVÉLIN: Neitaði að gefast upp og barðist í 29 ár til viðbótar

TÍMAVÉLIN: Neitaði að gefast upp og barðist í 29 ár til viðbótar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er þetta draumastarfið? Landsliðsmarkvörður Íslands leitar að au-pair

Er þetta draumastarfið? Landsliðsmarkvörður Íslands leitar að au-pair